Fyrir Kópavog er nýtt framboð sem mun bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 í Kópavogi. Á framboðslistanum er fjölbreyttur hópur áhugafólks um að setja aftur kraft í Kópavog, að því er segir í tilkynningu frá framboðinu.
„Helstu áherslur snúa að menntamálum, húsnæðismálum, viðhaldi mannvirkja, gatna og göngustíga, bættri sumarþjónustu leikskólanna og svo mætti lengi telja,“ segir í tilkynningunni.
Listann skipa eftirtaldir einstaklingar:
- Ómar Stefánsson - Forstöðumaður Kastalagerði 4 51 árs
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir - Viðskiptafræðingur Vindakór 9-11 35 ára
- Rebekka Þurý Pétursdóttir - Framhaldsskólanemi Melgerði 26 19 ára
- Hlynur Helgason - Alþjóðahagfræðingur Blikahjalli 15 27 ára
- Valgerður María Gunnarsdóttir - Verslunarstjóri Langabrekka 13 49 ára
- Guðjón Már Sveinsson - Þjónustufulltrúi Dynsalir 10 36 ára
- Katrín Helga Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri Kársnesbraut 127 58 ára
- Kristján Matthíasson - Eðlisefnafræðingur Lautasmári 20 38 ára
- Oddný Jónsdóttir - Félagsráðgjafi Lautasmári 20 33 ára
- Auðunn Jónsson - Hópstjóri Álfhólsvegi 133A 45 ára
- Helga Sæunn Árnadóttir - Listamaður/hönnuður Fróðaþing 1 46 ára
- Aron Gauti Óskarsson - Hátækniverkfræðinemi Fífuhjalli 17 21 árs
- Ragnheiður Ólafsdóttir - Vaktstjóri Þorrasalir 13 45 ára
- Haukur Valdimarsson - Tæknimaður Vallakór 2B 37 ára
- Synthiah Abwao Gaede - Flugfreyja Hörðukór 1 39 ára
- Böðvar Guðmundsson - Bifreiðasmiður Vindakór 6 52 ára
- Jóhanna Selma Sigurðardóttir - Starfsmaður íþróttahúss Furugrund 40 45 ára
- Hinrik Ingi Guðbjargarson - Matreiðslumaður og sölustjóri Logasalir 5 38 ára
- Sunneva Jónsdóttir Sjúkraliði - Melalind 12 88 ára
- Hrafnkell Freyr Ágústsson - Nemi í málaraiðn Fagrihjalli 38 27 ára
- Anna Þórdís Bjarnadóttir - Fyrrv. framhaldsskólakennari Vogatungu 25 70 ára
- Stefán Ragnar Jónsson - Hárskeri Vogatungu 25 70 ára