Sjáðu myndina sem kostaði klappstýru starfið í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 23:30 Það er mikið regluverk í kringum klappstýrur NFL-deildarinnar en öll ábyrgðin er sett á þær. Vísir/Getty Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira