Sjáðu myndina sem kostaði klappstýru starfið í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 23:30 Það er mikið regluverk í kringum klappstýrur NFL-deildarinnar en öll ábyrgðin er sett á þær. Vísir/Getty Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira