Meistaranám í máltækni við HÍ og HR tryggt næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 16:47 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samningsins á föstudag. Mynd/HÁSKÓLI ÍSLANDS Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent