Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Benedikt Bóas skrifar 27. mars 2018 06:00 Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir fór ekki framhjá stórsöngvaranum Sam Smith Vísir/Getty „Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira