Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fær rúmar 619 þúsund krónur greiddar ofan á grunnlaun sem hafa nú hækkað Vísir/STefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28
Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent