Almenningssalerni í Mjódd voru opnuð á nýjan leik fyrir helgi en þau hafa verið lokuð í nokkur ár. Búið er að koma upp búnaði til að taka við greiðslu frá frá gestum og gangandi. Um fjórar milljónir farþega fara árlega um skiptistöðina, þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Tvö hundruð krónur kostar að nota salernin og bæði er hægt að greiða með reiðufé og greiðslukortum.
Um rekstur salernisins sér einkahlutafélagið Sannir landvættir sem er í eigu Verkís og Bergrisa. „Sannir landvættir bjóða upp á fjármögnun, hönnun og framkvæmd við uppbyggingu ferðamannastaða. Markmiðið með stofnun félagsins er stuðla að uppbyggingu á ferðamannastöðum um land allt í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki,“ segir í tilkynningu á vef Verkís.
Rukkað á salerni í Mjódd
Grétar Þór Sigurðsson skrifar
