„Mér líður ofboðslega vel í grænu“ Ingvi Þór sæmundsson skrifar 26. mars 2018 11:30 Einar Árni Jóhannsson var síðasti maðurinn til að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira