Hnarrreist um stund Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég var nýverið stödd í læknisheimsókn með drengina mína í Kaliforníu, þar sem þeir eru að innritast í skóla. Þá rann upp fyrir mér að ég ætlaði fyrir löngu að vera búin að láta bólusetja þá gegn HPV-veirunni. Ég reyndi að réttlæta hugsunarleysið með annríkum stundum daglegs lífs – þó að ég vissi innst inni að þetta væri hreinn og beinn trassaskapur. Ég myndi seint fyrirgefa sjálfri mér ef barnið mitt greindist með sjúkdóm sem hefði verið hægt að fyrirbyggja. Hafandi starfað við rannsóknir á árangri bóluefnis gegn HPV tel ég að strákum eigi að gefast kostur á slíkri bólusetningu jafnt sem stúlkum. Karlar geta greinst með krabbamein af völdum HPV þó það sé fátíðara en hjá konum. Talsverðu fargi var því af mér létt þegar drengjunum var boðin bólusetning gegn 9 stofnum af HPV-veirunni (stofnum sem valda kynfæravörtum og krabbameini) í umræddri læknisheimsókn. Þeim var einnig boðin bólusetning gegn lifrarbólguveiru A og B, sem ég þáði auðmjúk. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa bólusetningar útrýmt eða haldið í skefjum fjölmörgum sjúkdómum sem hér áður fyrr leiddu til ótímabærra dauðsfalla eða örkumla. Í Bandaríkjunum greinast um 12.000 karlar með HPV-tengd krabbamein á hverju ári. Ef við heimfærum þessar tölur gerir það um tólf karla á Íslandi. Eitt tilfelli, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, er einu tilfelli of mikið. Á Íslandi væri ég líklega enn á leiðinni að láta bólusetja drengina en nú geng ég hnarrreist yfir því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur til að minnka líkur þeirra á að fá lífshættulegan sjúkdóm. Þangað til ég man eftir einhverju öðru sem ég hef gleymt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun