Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Sigurður leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Valli „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira