Telur Ísland vera að taka forystu í skilgreiningu nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 14:32 Jón Steindór Valdimarsson var fyrsti flutningsmaður en fulltrúar allra flokka voru um borð. Vísir/Hanna „Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“ Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30