Telur Ísland vera að taka forystu í skilgreiningu nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 14:32 Jón Steindór Valdimarsson var fyrsti flutningsmaður en fulltrúar allra flokka voru um borð. Vísir/Hanna „Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“ Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
„Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30