Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 13:15 Jón Arnór og félagar í KR slógu Njarðvík út úr úrslitakeppninni í gær Vísir/bára Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Síðan úrslitakeppni KKÍ hófst árið 1984 hefur lið af Reykjanesi alltaf verið í undanúrslitum. Í kvöld gæti það hins vegar breyst.Njarðvík datt út úr keppni í gærkvöld þegar liðið tapaði fyrir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Grindavík og Keflavík mæta til leiks í kvöld og eru bæði lið 2-0 undir í sínum einvígum. Keflavík þarf að sækja sigur gegn deildarmeisturum Hauka, en Kári Jónsson skoraði eftirminnilega flautukörfu í leik liðanna í Keflavík á föstudag sem nú er orðin heimsfræg. Grindvíkingar fara í Síkið á Sauðárkróki þar sem aðeins tvö lið hafa sótt sigur í vetur, ÍR í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Njarðvík í desember. Tindastóll burstaði Grindavík á föstudaginn 83-114.Fyrstu fjögur ár úrslitakeppninnar varð Njarðvík Íslandsmeistari. Þeir grænklæddu voru í upphafi eina liðið af þessum þremur sem komst í undanúrslit. 1986 mætti Keflavík í undanúrslit en tapaði þar fyrir Njarðvíkingum. Grindavík fór fyrst í undanúrslit árið 1990 og tapaði þar fyrir KR 2-0. KR átti eftir að sigra Keflavík 3-0 í úrslitunum það árið. Frá 1994-1997, í fjögur ár í röð, komust öll þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Grindavík, í undanúrslitin. Eitt þessara liða vann titilinn öll þessi ár. Veldið hefur verið ansi nálægt því að falla á síðustu árum. 2011 þurfti að grípa til framlengingar í oddaleik einvígis Keflavíkur og ÍR í 8-liða úrslitunum sem Keflavík vann og tryggði Suðurnesjunum fulltrúa í undanúrslitum það ár. Einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar 2015 fór einnig í oddaleik og það sama gerðist 2016. Þá duttu bæði Keflavík og Grindavík út í 8-liða úrslitum. Á síðasta ári komst Grindavík í úrslitaeinvígið gegn KR sem endaði í oddaleik í Vesturbænum þar sem KR fór með sigur. Grindavík er síðasta liðið til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn áður en einokun KR hafðist, það gerðu þeir gulklæddu árið 2013. Þessi mikla saga Suðurnesjanna í íslenskum körfubolta gæti endað í kvöld, og er ekki örugg þó öðru liðinu takist að sigra. Leikur Hauka og Keflavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18:30. Domino's Körfuboltakvöld mun svo gera upp leiki dagsins í beinni frá parketinu á Ásvöllum strax að leik loknum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira