Framtíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar