Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi, leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Kópavogi sem var einróma samþykktur á fundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í kvöld. 2. sætið skipar Helga Hauksdóttir, lögfræðingur, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi, er í 3. sæti.
Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
1. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi
2. Helga Hauksdóttir lögfræðingur
3. Baldur Þór Baldvinsson formaður FEBK
4. Kristín Hermannsdóttir nemi/tamningakona
5. Sverrir Kári Karlsson verkfræðingur
6. Helga María Hallgrímsdóttir sérkennari
7. Gunnar Sær Ragnarsson háskólanemi
8. Björg Baldursdóttir skólastjóri
9. Hjörtur Sveinsson rafvirki
10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kennari
11. Sigurður H. Svavarsson rekstarstjóri
12. Sóley Ragnarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra
13. Jónas Þór sagnfræðingur/fararstjóri
14. Guðrún Viggósdóttir fyrrv. deildarstjóri hjúkrunardeildar
15. Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri
16. Dóra Georgsdóttir eldri borgari
17. Páll Marís Pálsson háskólanemi
18. Valdís Björk Guðmundsdóttir háskólanemi
19. Sigurbjörg Vilmundardóttir leikskólastjóri
20. Kristinn Dagur Gissurarson viðskiptafræðingur
21. Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur/varaþingmaður
22. Willum Þór Þórsson alþingismaður

