Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2018 16:09 Frumvarpið var tekið til atkvæðagreiðslu í dag. vísir/ERNIR Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæðum gegn einu. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Framsókn og þá var stuðningur við frumvarpið einnig þvert á flokka. Með frumvarpinu fengju þeir íslensku ríkisborgarar, sem hafa lögheimili í viðeigandi sveitarfélagi, kosningarétt við 16 ára aldur í sveitastjórnarkosningum. Þá var auk þess samþykkt að lögin tækju þegar gildi en frumvarpið á þó enn eftir að fara í gegnum 3. umræðu sem að öllum líkindum verður á morgun. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta verði að lögum miðað við hvernig atkvæðin féllu í dag,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í samtali við Vísi. Óskað var eftir því í lok atkvæðagreiðslunnar í dag að málinu verði vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar áður en frumvarpið verður tekið til 3. umræðu. Í fyrradag lagði meirihluti nefndarinnar, eða fimm nefndarmenn af níu, að frumvarpið verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Um níu þúsund manns mundu þar með bætast á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Á móti lækkun kosningaaldurs "Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. 29. janúar 2018 07:00 Vilja lækka kosningaaldur Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. 23. febrúar 2017 14:43 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæðum gegn einu. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Framsókn og þá var stuðningur við frumvarpið einnig þvert á flokka. Með frumvarpinu fengju þeir íslensku ríkisborgarar, sem hafa lögheimili í viðeigandi sveitarfélagi, kosningarétt við 16 ára aldur í sveitastjórnarkosningum. Þá var auk þess samþykkt að lögin tækju þegar gildi en frumvarpið á þó enn eftir að fara í gegnum 3. umræðu sem að öllum líkindum verður á morgun. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta verði að lögum miðað við hvernig atkvæðin féllu í dag,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í samtali við Vísi. Óskað var eftir því í lok atkvæðagreiðslunnar í dag að málinu verði vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar áður en frumvarpið verður tekið til 3. umræðu. Í fyrradag lagði meirihluti nefndarinnar, eða fimm nefndarmenn af níu, að frumvarpið verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Um níu þúsund manns mundu þar með bætast á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Á móti lækkun kosningaaldurs "Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. 29. janúar 2018 07:00 Vilja lækka kosningaaldur Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. 23. febrúar 2017 14:43 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Á móti lækkun kosningaaldurs "Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar. 29. janúar 2018 07:00
Vilja lækka kosningaaldur Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. 23. febrúar 2017 14:43