Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðunum Transparent, Ugly Betty, Law&Order og nú síðast í The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story. Hún er því löngu orðin vön því að fara á samkomur og klæða sig upp en okkur þykir heldur betur takast vel til - hún er svona óvænt tískufyrirmynd.
Buxnadragtir eru svona hennar lykilflíkur enda vandar hún valið. Smá brot af því besta hér.






