Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Freys

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson þjálfar íslenska liðið
Freyr Alexandersson þjálfar íslenska liðið vísir
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar tvo leiki í undankeppni HM 2019 í byrjun apríl. 

Ísland spilar við Slóveníu föstudaginn 6 apríl og mætir svo Færeyjum 10. apríl. Báðir leikirnir verða á útivelli.

Íslensku stelpurnar hafa byrjað þessa undankeppni frábærlega og eru eina liðið í riðlinum sem er án taps. Ísland er tveimur stigum á eftir Þjóðverjum sem sitja á toppnum en á leik til góða á þær þýsku.

Efsta liðið í riðlinum fer áfram í lokakeppni HM sem fer fram í Frakklandi sumarið 2019. Fjögur af liðunum sjö sem lenda í öðru sæti síns riðils mætast svo í umspili um laust sæti á HM. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti á listanum yfir besta árangur liðs í öðru sæti og færi þá í umspil.

Beina textalýsingu frá blaðamannafundi Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara Íslands, sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×