Sleppt úr gæsluvarðhaldi grunaður um ofbeldi gegn nýbakaðri móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2018 11:25 Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi. Lögreglumál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi.
Lögreglumál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent