Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 05:46 Viðskiptavinir Costco hafa margir tekið eftir verðhækkunum undanfarið og eru ekki ánægðir Vísir/ERNIR „Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
„Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44
Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48
Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00