Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Kepp ötul fram, vor unga stétt. VÍSIR/VILHELM Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira