Markadrottningin ætlar að skora gegn xD í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2018 12:14 Hætt er við að það fari um Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ og kunnan handknattleikskappa á árum áður nú þegar Harpa reimar á sig skóna vegna komandi kosninga. „Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19
Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15