Það er laus hæna á Hringbraut við JL húsið Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2018 09:50 Blessaðar hænurnar eiga það til að bregða undir sig betri fætinum og verður þá jafnan uppi fótur og fit. visir/vilhelm „Það er laus hæna á Hringbraut við JL húsið. Einhver sem saknar hennar eða þekkir fólk með hænur í Vesturbæ?“ Tilkynningar á borð við þessa eru ekki óalgengt að sjá á Facebook, til að mynda í hópum sem hafa verið myndaðar um tiltekin hverfi borgarinnar. Þetta bendir til þess að nokkuð færist í aukana að fólk haldi hænur og það sem meira er, frjálsar hænur eru kannski of frjálsar í anda – ef eitthvað er. Og vilja skoða sig um í heiminum. Eigendum gengur misvel að hafa taumhald á sínum hænsnfuglum.Ekki er óalgengt að sjá tilkynningar á borð við þessa á Facebook.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að gefin hafi verið út tíu leyfi fyrir hænsnahaldi í borginni. „Heilbrigðiseftirlitið segir að líklega séu fleiri sem halda hænur en leyfin segja til um og hvetur þá til að sækja um leyfi snarlega,“ segir Bjarni. Hann bendir á að nánari upplýsingar um hænsnahaldið megi finna hér. Bjarni segir jafnframt að hvert leyfi um sig taki til þess að fólk megi að hámarki vera með fjórar hænur. Og engan hana, vel að merkja, það er bannað þannig að þar er sótt að karlkyninu eins og kannski á öðrum vígstöðvum innan borgarmarka. En, ástæðan er vitaskuld fyrirferð í hönunum; almennur ofstopi og hávaði fyrir allar aldir. Þetta þýðir að ef hænsnafólk í Reykjavík er löghlýðið þá eru að hámarki 40 hænur í Reykjavík. Aðeins. Og merkilegt í ljósi þess hversu oft þær sleppa lausar úr görðum sínum sé litið til fjölda tilkynninga um lausar hænur í borginni. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
„Það er laus hæna á Hringbraut við JL húsið. Einhver sem saknar hennar eða þekkir fólk með hænur í Vesturbæ?“ Tilkynningar á borð við þessa eru ekki óalgengt að sjá á Facebook, til að mynda í hópum sem hafa verið myndaðar um tiltekin hverfi borgarinnar. Þetta bendir til þess að nokkuð færist í aukana að fólk haldi hænur og það sem meira er, frjálsar hænur eru kannski of frjálsar í anda – ef eitthvað er. Og vilja skoða sig um í heiminum. Eigendum gengur misvel að hafa taumhald á sínum hænsnfuglum.Ekki er óalgengt að sjá tilkynningar á borð við þessa á Facebook.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að gefin hafi verið út tíu leyfi fyrir hænsnahaldi í borginni. „Heilbrigðiseftirlitið segir að líklega séu fleiri sem halda hænur en leyfin segja til um og hvetur þá til að sækja um leyfi snarlega,“ segir Bjarni. Hann bendir á að nánari upplýsingar um hænsnahaldið megi finna hér. Bjarni segir jafnframt að hvert leyfi um sig taki til þess að fólk megi að hámarki vera með fjórar hænur. Og engan hana, vel að merkja, það er bannað þannig að þar er sótt að karlkyninu eins og kannski á öðrum vígstöðvum innan borgarmarka. En, ástæðan er vitaskuld fyrirferð í hönunum; almennur ofstopi og hávaði fyrir allar aldir. Þetta þýðir að ef hænsnafólk í Reykjavík er löghlýðið þá eru að hámarki 40 hænur í Reykjavík. Aðeins. Og merkilegt í ljósi þess hversu oft þær sleppa lausar úr görðum sínum sé litið til fjölda tilkynninga um lausar hænur í borginni.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira