Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 21. mars 2018 06:00 Stærsti eigandi Klakka, sem á Lykil, er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner með um 75 prósent. Vísir/Stefán Félag í eigu þriggja stjórnenda Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, átti næsthæsta tilboðið í tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka þegar hluturinn var boðinn til sölu haustið 2016. Umrætt félag, Ásaflöt, vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu og bar því við að Lindarhvoll, félag sem hélt utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar ríkinu og sá um söluferlið, hafði heitið því trúnaði. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp í síðustu viku og Markaðurinn hefur undir höndum, er mótbárum félagsins vísað á bug og tekið fram að Lindarhvoli hafi ekki verið stætt á því að heita félaginu slíkum trúnaði. Af þeim þremur félögum sem buðu í hlut ríkisins í Klakka tengdust þannig tvö félög stjórnendum eignarhaldsfélagsins, en Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, er eini stjórnarmaður BLM fjárfestinga, sem var hæstbjóðandi, og jafnframt einn af eigendum Ásaflatar sem átti næsthæsta tilboðið í hlut ríkisins. Ásaflöt er að fullu í eigu DRC Corporate Services sem er aftur í jafnri eigu Magnúsar Schevings, Brynju Daggar Steinsen, rekstrarstjóra Klakka, og Jónasar Arnar Guð mundssonar, fjármálastjóra Klakka. Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar II, sem átti þriðja hæsta tilboðið í hlut ríkisins, segir ekki stein hafa staðið yfir steini í umræddu söluferli. „Þarna var verið að selja eigur ríksisins til sérvalinna aðila. Ekki var reynt að hámarka söluverðið og því er þetta mál álitshnekkir fyrir stjórn Lindarhvols,“ segir hann. Gagnrýnt hefur verið að tilboðsgjafar hafi ekki setið við sama borð í aðdraganda sölunnar. Þannig hafi tveir tilboðsgjafar haft aðgang að fjárhagsupplýsingum um stöðu Klakka, svo sem hálfsársuppgjöri félagsins fyrir árið 2016, en ekki Frigus. BLM fjárfestingar, dótturfélag vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, átti hæsta tilboðið í 17,7 prósenta hlut ríkisins í Klakka en það hljóðaði upp á 505 milljónir króna. Frigus II er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar.Vísir/GVA Ásaflöt bauð 502 milljónir í hlutinn en þriðja tilboðið, sem hljóðaði upp á 501 milljón króna, barst frá félaginu Frigus II í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar. Forsvarsmenn Frigusar óskuðu eftir því við Lindarhvol að félagið fengi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um söluferlið en þeirri beiðni var hafnað. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem féllst í síðustu viku á nær allar beiðnir Frigusar. Á meðal gagna sem Lindarhvoli ber nú að afhenda Frigusi eru fundargerðir stjórnar Lindarhvols, samskipti hæstaréttarlögmannsins Steinars Þórs Guðgeirssonar, þáverandi stjórnarmanns Klakka sem tók auk þess við tilboðum í eignarhlutinn fyrir hönd ríkisins, og stjórnar Lindarhvols, samskipti Lindarhvols og tilboðsgjafanna þriggja og afrit af þeim þremur tilboðum sem bárust. Sigurður segir að ekkert gagnsæi hafi verið í söluferlinu. „Ítrekaðar tilraunir stjórnarinnar til að halda frá okkur sjálfsögðum upplýsingum gefa sterkar vísbendingar um að þarna séu ákvarð anir sem ekki þoli dagsljósið. Við bíðum nú eftir að fá afhent gögnin sem stjórn Lindarhvols hefur verið skylduð til að afhenda og í framhaldinu munum við kanna rétt okkar meðal annars með tilliti til skaðabótamáls.“ Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar Úrskurðarnefndin leitaði eftir afstöðu BLM fjárfestinga og Ásaflatar til beiðni Frigusar en bæði félögin lögðust gegn því að félaginu yrði veittur aðgangur að tilboðum þeirra. Lagðist Ásaflöt auk þess gegn því að upplýst yrði um þátttöku félagsins í söluferlinu. Bar félagið það fyrir sig að umbeðin gögn féllu undir þagnarskyldu og væru undanþegin upplýsingarétti. Auk þess var vísað til þess að Lindarhvoll hefði heitið trúnaði við söluferlið sem tæki meðal annars til þess að ekki yrðu veittar upplýsingar um aðra þátttakendur í ferlinu en það félag sem gengið var til samninga við. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þessar málsástæður. Í úrskurðinum er meðal annars bent á að Lindarhvoll sé bundið af ákvæðum upplýsingalaga og frá þeim verði ekki vikið með sérstökum trúnaðaryfirlýsingum. Stærsti eigandi Klakka er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu árið 2016 þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 pró senta hlut af Arion banka, Lindarhvoli og Glitni HoldCo. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Félag í eigu þriggja stjórnenda Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, átti næsthæsta tilboðið í tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka þegar hluturinn var boðinn til sölu haustið 2016. Umrætt félag, Ásaflöt, vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu og bar því við að Lindarhvoll, félag sem hélt utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar ríkinu og sá um söluferlið, hafði heitið því trúnaði. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp í síðustu viku og Markaðurinn hefur undir höndum, er mótbárum félagsins vísað á bug og tekið fram að Lindarhvoli hafi ekki verið stætt á því að heita félaginu slíkum trúnaði. Af þeim þremur félögum sem buðu í hlut ríkisins í Klakka tengdust þannig tvö félög stjórnendum eignarhaldsfélagsins, en Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, er eini stjórnarmaður BLM fjárfestinga, sem var hæstbjóðandi, og jafnframt einn af eigendum Ásaflatar sem átti næsthæsta tilboðið í hlut ríkisins. Ásaflöt er að fullu í eigu DRC Corporate Services sem er aftur í jafnri eigu Magnúsar Schevings, Brynju Daggar Steinsen, rekstrarstjóra Klakka, og Jónasar Arnar Guð mundssonar, fjármálastjóra Klakka. Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar II, sem átti þriðja hæsta tilboðið í hlut ríkisins, segir ekki stein hafa staðið yfir steini í umræddu söluferli. „Þarna var verið að selja eigur ríksisins til sérvalinna aðila. Ekki var reynt að hámarka söluverðið og því er þetta mál álitshnekkir fyrir stjórn Lindarhvols,“ segir hann. Gagnrýnt hefur verið að tilboðsgjafar hafi ekki setið við sama borð í aðdraganda sölunnar. Þannig hafi tveir tilboðsgjafar haft aðgang að fjárhagsupplýsingum um stöðu Klakka, svo sem hálfsársuppgjöri félagsins fyrir árið 2016, en ekki Frigus. BLM fjárfestingar, dótturfélag vogunarsjóðsins Burlington Loan Management, átti hæsta tilboðið í 17,7 prósenta hlut ríkisins í Klakka en það hljóðaði upp á 505 milljónir króna. Frigus II er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar Valtýssonar.Vísir/GVA Ásaflöt bauð 502 milljónir í hlutinn en þriðja tilboðið, sem hljóðaði upp á 501 milljón króna, barst frá félaginu Frigus II í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Sigurðar. Forsvarsmenn Frigusar óskuðu eftir því við Lindarhvol að félagið fengi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um söluferlið en þeirri beiðni var hafnað. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem féllst í síðustu viku á nær allar beiðnir Frigusar. Á meðal gagna sem Lindarhvoli ber nú að afhenda Frigusi eru fundargerðir stjórnar Lindarhvols, samskipti hæstaréttarlögmannsins Steinars Þórs Guðgeirssonar, þáverandi stjórnarmanns Klakka sem tók auk þess við tilboðum í eignarhlutinn fyrir hönd ríkisins, og stjórnar Lindarhvols, samskipti Lindarhvols og tilboðsgjafanna þriggja og afrit af þeim þremur tilboðum sem bárust. Sigurður segir að ekkert gagnsæi hafi verið í söluferlinu. „Ítrekaðar tilraunir stjórnarinnar til að halda frá okkur sjálfsögðum upplýsingum gefa sterkar vísbendingar um að þarna séu ákvarð anir sem ekki þoli dagsljósið. Við bíðum nú eftir að fá afhent gögnin sem stjórn Lindarhvols hefur verið skylduð til að afhenda og í framhaldinu munum við kanna rétt okkar meðal annars með tilliti til skaðabótamáls.“ Sigurður Valtýsson, forsvarsmaður Frigusar Úrskurðarnefndin leitaði eftir afstöðu BLM fjárfestinga og Ásaflatar til beiðni Frigusar en bæði félögin lögðust gegn því að félaginu yrði veittur aðgangur að tilboðum þeirra. Lagðist Ásaflöt auk þess gegn því að upplýst yrði um þátttöku félagsins í söluferlinu. Bar félagið það fyrir sig að umbeðin gögn féllu undir þagnarskyldu og væru undanþegin upplýsingarétti. Auk þess var vísað til þess að Lindarhvoll hefði heitið trúnaði við söluferlið sem tæki meðal annars til þess að ekki yrðu veittar upplýsingar um aðra þátttakendur í ferlinu en það félag sem gengið var til samninga við. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þessar málsástæður. Í úrskurðinum er meðal annars bent á að Lindarhvoll sé bundið af ákvæðum upplýsingalaga og frá þeim verði ekki vikið með sérstökum trúnaðaryfirlýsingum. Stærsti eigandi Klakka er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, í gegnum írska skúffufyrirtækið Burlington Management, en samanlagt á sjóðurinn um 75 prósenta hlut í félaginu. Vogunarsjóðurinn, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í félaginu árið 2016 þegar hann keypti samanlagt rúmlega 60 pró senta hlut af Arion banka, Lindarhvoli og Glitni HoldCo.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16