McEnroe fær borgað tíu sinnum meira en Navratilova sem er reið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 09:00 Martina Navratilova er ekki sátt. Vísir/Getty John McEnroe og Martina Navratilova eru tveir af frægustu tennisleikurum sögunnar og þau vinna nú bæði fyrir sér með því að fjalla um tennisíþróttina í sjónvarpi. Þau eru aftur á móti langt frá þvi að fá sömu laun fyrir sína vinnu. Bæði McEnroe og Navratilova hafa fjallað Wimbledon mótið á BBC og nú er komið fram í dagsljósið að karlinn (McEnroe) er að fá tíu sinnum meira borgað en konan (Navratilova). John McEnroe var einn af hæstlaunuðustu starfsmönnum BBC á síðasta ári með laun á bilinu 150 til 200 þúsund pund eða á bilinu 21 til 28 milljónir íslenskra króna. Navratilova segist sjálf hafa fengið 15 þúsund pund eða rétt rúmar tvær milljónir íslenskra króna.Martina Navratilova "angry" and feels let down by the BBC after learning that John McEnroe gets paid at least 10 times more than her for their broadcasting roles at Wimbledon https://t.co/NgBIKDqMzLpic.twitter.com/m06ehmH6v3 — ChicagoSports (@ChicagoSports) March 19, 2018 „Þetta er ótrúlega ósanngjarnt og gerir mig bálreiða fyrir hönd annarra kvenna sem þurfa að ganga í gegnum svona,“ sagði Martina Navratilova í viðtali við Panorama þátt á BBC sem heitir „Panorama: Britain's Equal Pay Scandal." Navratilova er sérstaklega ósátt því forráðamenn BBC sögðu henni að þau væri að fá sömu laun fyrir vinnuna sína. BBC segir talsverðan mun á vinnu þeirra og að hún sé ekki fastráðin, vinni minna en McEnroe og sé með öðruvísi samning. „Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman,“ var svar BBC við kvörtun Martinu Navratilovu. Martina Navratilova vann átján risamót á ferlinum þar af vann hún Wimbledon mótið níu sinnum og komst alls tólf sinnum í úrslitaleikinn. John McEnroe vann sjö risamót á ferlinum þar af vann hann Wimbledon mótið fjórum sinnum. Hann var þó enn þekktari fyrir skapofsa og deilur við dómara. Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
John McEnroe og Martina Navratilova eru tveir af frægustu tennisleikurum sögunnar og þau vinna nú bæði fyrir sér með því að fjalla um tennisíþróttina í sjónvarpi. Þau eru aftur á móti langt frá þvi að fá sömu laun fyrir sína vinnu. Bæði McEnroe og Navratilova hafa fjallað Wimbledon mótið á BBC og nú er komið fram í dagsljósið að karlinn (McEnroe) er að fá tíu sinnum meira borgað en konan (Navratilova). John McEnroe var einn af hæstlaunuðustu starfsmönnum BBC á síðasta ári með laun á bilinu 150 til 200 þúsund pund eða á bilinu 21 til 28 milljónir íslenskra króna. Navratilova segist sjálf hafa fengið 15 þúsund pund eða rétt rúmar tvær milljónir íslenskra króna.Martina Navratilova "angry" and feels let down by the BBC after learning that John McEnroe gets paid at least 10 times more than her for their broadcasting roles at Wimbledon https://t.co/NgBIKDqMzLpic.twitter.com/m06ehmH6v3 — ChicagoSports (@ChicagoSports) March 19, 2018 „Þetta er ótrúlega ósanngjarnt og gerir mig bálreiða fyrir hönd annarra kvenna sem þurfa að ganga í gegnum svona,“ sagði Martina Navratilova í viðtali við Panorama þátt á BBC sem heitir „Panorama: Britain's Equal Pay Scandal." Navratilova er sérstaklega ósátt því forráðamenn BBC sögðu henni að þau væri að fá sömu laun fyrir vinnuna sína. BBC segir talsverðan mun á vinnu þeirra og að hún sé ekki fastráðin, vinni minna en McEnroe og sé með öðruvísi samning. „Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman,“ var svar BBC við kvörtun Martinu Navratilovu. Martina Navratilova vann átján risamót á ferlinum þar af vann hún Wimbledon mótið níu sinnum og komst alls tólf sinnum í úrslitaleikinn. John McEnroe vann sjö risamót á ferlinum þar af vann hann Wimbledon mótið fjórum sinnum. Hann var þó enn þekktari fyrir skapofsa og deilur við dómara.
Tennis Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira