Roseanne Barr bergmálar samsæriskenningu um barnaníðingshring Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 22:22 Barr gerði garðinn frægan með þáttunum Roseanne sem gengu í níu ár til 1997. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar. Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr vakti furðu Twitter-notenda þegar hún tísti torræðu lofi um Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir baráttu hans gegn barnaníði í gærkvöldi. Svo virðist sem hún hafi vísað til samsæriskenningar af hægri væng bandarískra stjórnmála. Barr er helst þekkt fyrir gamanþættina „Roseanne“ sem hún lék aðalhlutverkið í á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þættirnir hófu göngu sína á ný í vikunni og hringdi Trump meðal annars í Barr til að óska henni til hamingju með mikið áhorf sem fyrsti þátturinn fékk. Barr er stuðningskona forsetans og persóna hennar í þáttunum sömuleiðis. Í tísti leikkonunnar í gærkvöldi lofaði hún Trump fyrir að hafa „frelsað svo mörg börn sem melludólgar halda um allan heim“. Barr sagði Trump hafa brotið mansalshringi „á háum stöðum“ á bak aftur. Margir fylgjendur hennar og aðrir notendur voru hins vegar ekki með á nótunum.Í tístinu fullyrðir Barr að Trump forseti hafi bjargað hundruð barna úr klóm barnaníðinga.Skjáskot/TwitterCNN-fréttastöðin segir að allt bendi til þess að Barr hafi vísað til samsæriskenningar sem gengið hefur undir nafninu „Stormurinn“. Hún fór á kreik eftir lítt skiljanleg ummæli sem Trump lét falla við myndatöku með herforingjum og mökum þeirra í Hvíta húsinu í október. Þar talaði forsetinn um „lognið á undan storminum“ en aldrei fékkst skýring á hvert hann væri að fara með þeim orðum. Á samfélagsmiðlinum 4Chan, sem er alræmt fylgsni margra verstu trölla internetsins, varð til kenning um að Trump væri að vísa til aðgerða gegn barnaníðshring háttsettra demókrata og frægra einstaklinga sem forsetinn stæði í baráttu við. Barr hefur meðal annars falast eftir því að komast í samband við höfund samsæriskenningarinnar á Twitter. Sá heldur því fram að andstæðingar Trump séu djöfladýrkendur og barnaníðingar.
Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira