Segir að bjarga þurfi stórmerkilegri stúku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2018 20:30 Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“ Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent