Körfubolti

Ívar skellti sér á skíði í Skagafirði fyrir undanúrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ívar hress, eins og hann er nú oftast.
Ívar hress, eins og hann er nú oftast. vísir/skjáskot
Fáar skíðaferðir eru jafn frægar og skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, er hann skellti sér á skíði undir lok síðasta tímabils og missti af leik liðsins gegn Snæfell.

Haukarnir voru á þessum tíma í mikilli fallbaráttu og var útlitið einfaldlega ekki bjart. Haukar unnu þó Snæfell og eftir að Ívar snéri til baka fór liðinu að ganga vel.

Nú er liðið komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar eftir að hafa slegið út Keflavík í oddaleik í 8-liða úrslitunum. Haukarnir mæta svo KR í undanúrslitunum en þau hefjast eftir páskahelgina.

Nú nýtir Ívar tímann og safnar kröftum á skíðum fyrir norðan. Sigríður Inga Viggósdóttir, skrifstofustjóri KKÍ, birti mynd af Ívari á Twitter þar sem hann skíðar í Skagafirðinum.

Myndin hefur vakið skemmtilega athygli en tístið má sjá hér að neðan. Einnig má lesa fleiri fréttir af skíða-málinu frá því í fyrra hér neðar.


Tengdar fréttir

Fjarvera Ívars getur hjálpað til

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að þó svo hann hefði viljað hafa þjálfarann sinn, Ívar Ásgrímsson, á landinu þá geti það verið ágætt fyrir liðið að vera án þjálfarans um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×