Enn mikill hiti í Miðhrauni Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2018 13:15 Frá rannsókn lögreglu í Miðhrauni í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ á fimmtudagsmorgun er í fullum gangi, en brunavettvangur var afhentur lögreglu á föstudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að af öryggissjónarmiðum hafi verið beðið með vettvangsrannsókn til mánudags svo vettvangur yrði kólnaður og hreinsun vegna slökkvistarfs að fullum lokið. Í dag hafa því brunasérfræðingar tæknideildar lögreglu verið við eldsupptakarannsókn á vettvangi ásamt brunaverkfræðingi frá Mannvirkjastofnun og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í ljós hefur komið að enn er mikill hiti á því svæði sem rannsóknin beinist að, en unnið er að kælingu þess svæðis og óljóst hvernig rannsókninni muni miða áfram í dag. Lögreglan segir að því sé ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær rannsókninni muni ljúka. Lögreglan segir að unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því eldurinn kom upp á fimmtudag. Í því fólst m.a. að afla ganga úr eftirlitsmyndavélum á og við vettvanginn og með skýrslutökum hjá vitnum og viðbragðsaðilum. Á föstudag var haldinn stöðufundur með fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og Mannvirkjastofnunar og farið yfir fyrirliggjandi gögn. Á fundinum voru enn fremur teknar ákvarðanir um hvað mætti rífa á brunavettvangi og hverju þyrfti að hlífa ef unnt væri m.t.t. rannsóknarhagsmuna. Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ á fimmtudagsmorgun er í fullum gangi, en brunavettvangur var afhentur lögreglu á föstudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að af öryggissjónarmiðum hafi verið beðið með vettvangsrannsókn til mánudags svo vettvangur yrði kólnaður og hreinsun vegna slökkvistarfs að fullum lokið. Í dag hafa því brunasérfræðingar tæknideildar lögreglu verið við eldsupptakarannsókn á vettvangi ásamt brunaverkfræðingi frá Mannvirkjastofnun og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í ljós hefur komið að enn er mikill hiti á því svæði sem rannsóknin beinist að, en unnið er að kælingu þess svæðis og óljóst hvernig rannsókninni muni miða áfram í dag. Lögreglan segir að því sé ekki hægt að segja til um það á þessu stigi hvenær rannsókninni muni ljúka. Lögreglan segir að unnið hafi verið sleitulaust að málinu frá því eldurinn kom upp á fimmtudag. Í því fólst m.a. að afla ganga úr eftirlitsmyndavélum á og við vettvanginn og með skýrslutökum hjá vitnum og viðbragðsaðilum. Á föstudag var haldinn stöðufundur með fulltrúum lögreglu, slökkviliðs og Mannvirkjastofnunar og farið yfir fyrirliggjandi gögn. Á fundinum voru enn fremur teknar ákvarðanir um hvað mætti rífa á brunavettvangi og hverju þyrfti að hlífa ef unnt væri m.t.t. rannsóknarhagsmuna.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira