Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 14:16 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12