Stýrt af Twitter Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun