Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. apríl 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Stefán Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn. Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58