Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Geðdeyfðarlyf virka betur en lyfleysumeðferð samkvæmt rannsókninni. Fréttablaðið/Getty Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna. Notkun geðdeyfðarlyfja við alvarlegu þunglyndi (MDD) ber meiri árangur en lyfleysumeðferð. Þetta er niðurstaða nýrrar samanburðarrannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Oxford-háskóla. Virkni geðdeyfðarlyfja til að hjálpa einstaklingum að eiga við geðraskanir á borð við þunglyndi er almennt viðurkennd. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um hve mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysu. Þessi nýja og yfirgripsmikla rannsókn virðist svara þeirri spurningu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í læknaritinu The Lancet á dögunum en hún tekur til 522 birtra og óbirtra tvíblindra slembirannsókna á árunum milli 1979 og 2016. Niðurstöður þessara rannsóknar voru keyrðar saman en alls tóku þær til 116.477 einstaklinga. Af þeim voru 87.052 sjúklingar sem fengu eitt af 21 geðdeyfðarlyfi sem tekið var til rannsóknar, en 29.425 fengu lyfleysu. Þó að töluverður munur hafi verið á virkni lyfjanna þá sýndu þau í öllum tilfellum fram á betri virkni en lyfleysa. Jafnframt taka vísindamennirnir fram að þessar niðurstöður eigi aðeins við fullorðna einstaklinga, ekki börn og unglinga. Þeir segja lyfið Flúoxetín líklega eina geðdeyfðarlyfið sem geti dregið úr einkennum þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir á geðsviði Landspítala, bendir á að meðferðarsvörun við lyfleysumeðferð er meiri í meðferð þunglyndis en meðferð annarra algengra geðraskana. Viti sjúklingur að það séu helmingslíkur á að hann fái viðurkennt lyf eða lyfleysu, þá ýtir það frekar undir bata af þunglyndi en að taka enga töflu.Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræðiHann segir ávinning rannsóknarinnar ekki síst þann að höfundarnir söfnuðu einnig niðurstöðum sem ekki hafa verið birtar opinberlega. „Því hefur endurtekið verið haldið fram af efasemdarmönnum að ef það tækist að ná í niðurstöður óbirtra greina þá kæmu þunglyndislyfin mun verr út en áður hefur verið haldið fram,“ segir Engilbert. „Þessar niðurstöður sýna hins vegar mjög svipaða mynd og kom fram í samantekt sömu höfunda árið 2009 þar sem mikið skorti á aðgang að óbirtum rannsóknum.“ Höfundar rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstöðurnar verði til þess að stuðla að enn öflugri gagnreyndum lækningum og að þær fræði sjúklinga, lækna og þá sem koma að opinberri stefnumótun um virkni geðdeyfðarlyfja. „Það hefur í raun vart verið deilt um það meðal lækna að þunglyndislyf skila árangri, heldur frekar hversu mikill ávinningurinn er í samanburði við lyfleysumeðferð,“ segir Engilbert. „Það má þó alltaf finna tortryggna einstaklinga í röðum lækna og fræðimanna og almennings sem sjá samsæri í flestum hornum.“ Rannsóknin tók til alvarlegs til miðlungssvæsins þunglyndis. Alvarlegt þunglyndi er geðröskun sem herjar á 350 milljónir um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent