Þetta er bókin sem ruddi brautina og opnaði Afríku Magnús Guðmundsson skrifar 7. apríl 2018 13:00 Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi Allt sundrast, segir bókina eiga brýnt erindi við okkur í dag enda arfleifð Vesturlanda í álfunni skelfileg. Fréttablaðið/Ernir Skáldsagan Allt sundrast eftir nígeríska rithöfundinn Chinua Achebe kom út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur fyrir skömmu á sextíu ára útgáfuafmæli bókarinnar. Allt sundrast er talin til höfuðrita afrískra bókmennta og Elísa Björg segir að áhrif og mikilvægi verksins séu slík að það hafi beinlínis verið orðið vandræðalegt að hún hafi aldrei komið út í íslenskri þýðingu. „Ég verð reyndar að játa að ég þekkti ekki bókina þegar ég var beðin um þýða hana en hún heillaði mig samstundis og mikilvægi hennar má einfaldlega sjá út frá því að hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka. Allt sundrast er í raun algjör yfirklassík í afrískum bókmenntum.“Opnaði Afríku Elísa Björg bendir á að Allt sundrast hafi í raun verið fyrsta skáldsagan þar sem höfundur frá Afríku tekur sér stöðu og kemur fram með rödd álfunnar. „Það er líka merkilegt hvað hún er fyrst í mörgu tilliti. Hún er fyrsta skáldsaga Achebe, fyrst í trílógíu, fyrst í ritröð Heinemanns African Writers Series og fyrsta bókin um líf Afríkumanna skrifuð af Afríkumönnum sjálfum. Fram að því hafði alltaf verið skrifað um Afríku út frá gestsauga og illu heilli þá fer það oft út í góðlátlegt grín og ýkjusögur. Achebe er sjálfur alinn upp í svona blönduðu samfélagi eins og þarna er lýst og hann þekkir því af eigin raun það sem hann er að skrifa um. Þetta er meginforsenda þess að hann hefur svona gríðarleg áhrif á afrískar bókmenntir og það er til falleg tilvitnun í Chimamanda Ngozi Adichie sem skrifaði meðal annars Við ættum öll að vera femínistar, en hún sagði: „Ég held að ég geti skrifað vegna þess að Chinua Achebe skrifaði.“ Hún hafði lengi lesið eintómar skáldsögur um Afríku sem pössuðu ekkert við hennar upplifun. Þannig að hann opnaði ekki aðeins Afríku fyrir öðrum álfum heldur opnaði hann Afríku fyrir Afríkubúum sjálfum. Sem slíkur skiptir hann því auðvitað ótrúlega miklu máli.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur Allt sundrast er að Achebe hikar ekki við að nýta sér vestræna bókmenntahefð. Elísa Björg tekur undir það og bendir á að bókinni sé skipt í þrjá hluta og hún sé um margt uppbyggð eins og klassískt grískt leikrit. „Að auki þá er titill verksins sóttur í ljóð eftir W.B. Yeats og fleira mætti tiltaka en þetta er mjög meðvituð leið til þess að ná til vestrænna lesenda. Hins vegar var hann stundum skammaður fyrir það að skrifa á ensku, tungumáli kúgaranna, en þá vísaði hann til þess að það nígeríska ritmál sem er til er búið til af þessum sömu kúgurum, nýlenduherrunum. Þetta ritmál dregur tennurnar úr þeim mállýskum sem tungumálið býr yfir og Achebe sagði að það væri þó betra að ná þessum sérkennum tungumálsins og öllum þeim þjóðsögum sem er að finna í verkinu með því að beita einfaldlega enskunni. Að auki var enskan leið til þess að opna Afríku fyrir útlendingum, þannig að þetta var í raun meðvituð pólitísk ákvörðun.“Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandiKonur, sögur og aumingjar Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. „Okonkwo er mikill glímukappi, heljarmenni og frekjuhundur eins og karlar eiga að vera. En hann er miklu viðkvæmari en hann vill vera láta og skammast sín mikið fyrir það. Hann á þrjár konur og átta börn sem koma þó lítið við sögu. Hins vegar er það þannig að eina manneskjan sem hefur einhvern möguleika á að hafa áhrif á þessa ofurhetju er dóttir hans en ekki sonurinn enda harmar Okonkwo það statt og stöðugt að hún skuli ekki vera strákur. En svo lendir hann í því að hetjuskapurinn verður til þess að hann fremur glæp og er rekinn í útlegð en þegar hann snýr aftur þá er samfélagið gerbreytt. Hið gerbreytta samfélag gengur í raun og veru út á íhlutun og frekjugang vestrænna nýlenduríkja sem beita fyrir sig öllum leiðum, pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum, til þess að vaða yfir allt samfélagið og ná frumbyggjunum á sitt band. En það má líka lesa þetta með femínískum gleraugum og líta á þetta sem harmsögu karlmennskunnar. Það má vel fara þá leiðina,“ segir Elísa Björg létt í bragði. Kynjahlutverkin skipta greinilega miklu máli í Allt sundrast og það birtist í ýmsum myndum. Frásögnin er til að mynda skemmtileg blanda af beinum og afdráttarlausum frásagnarstíl annars vegar og svo litríkum þjóðsögum hins vegar. „Já, þjóðsögurnar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Þær eru líka – og það fannst mér vænt um þegar ég áttaði mig á því – rödd kvenna í frásögninni. Konur eru þarna valdalausar og fyrirferðarlitlar en þjóðsögurnar og tungumálið eru þeirra ríki. Mér finnst merkilegt að þeirra valdefling skuli vera þarna því ef karlmenn í sögunni hafa gaman af sögum kvennanna þá eru þeir aumingjar í augum karlanna og feðraveldisins. Sonur aðalhetjunnar er gott dæmi um þetta því hann hefur gaman af því að hlusta á sögur móður sinnar en vill svo auðvitað ekki viðurkenna slíkan veikleika,“ segir Elísa Björg og getur ekki annað en brosað. „Þessi andstæða á milli karlmennskunnar og tungumáls birtist líka mjög skemmtilega í því að Okonkwo stamar og eftir því sem hann verður æstari og lætur rymja meira í sér, þeim mun óöruggari verður hann í tungumálinu sem endar með því að hann þarf að grípa til hnefanna.“Skelfileg arfleifð Elísa Björg fæst við að kenna bæði sögu og listasögu og hún segir að vissulega leiti hún þangað þegar tekist er á við að þýða verk á borð við þetta. „Núna fyrir stundu var ég einmitt að æsa mig mikið við kennsluna því við vorum að fara yfir nýlendutímann í Afríku. Það mátti engu muna að ég færi að lesa fyrir nemendur úr bókinni, en maður má auðvitað ekki blanda þessu saman, en bókin gerist á síðari hluta nítjándu aldar og árið 1885 var haldinn fundur í Berlín þar sem nýlenduveldin skiptu því sem eftir var af Afríku á milli sín með reglustiku. Í kjölfarið ryðjast þeir þarna inn og sagan segir frá þessum umbrotatímum.“ En á þessi bók þá eitthvert erindi við okkur í dag? „Já, svo sannarlega. Það sagði einmitt einn nemandi minn í tímanum áðan: „Er þetta þá ástæðan fyrir því að ástandið er svona eins og það er í Afríku dag?“ Og ég get ekki sagt annað en að það eigi mikinn þátt í því. Arfleifð okkar Vesturlanda í Afríku er skelfileg þar sem við erum búin að mergsjúga allt og erum hvergi nærri hætt. Allt sundrast sýnir okkur það og er öllum holl lesning.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Skáldsagan Allt sundrast eftir nígeríska rithöfundinn Chinua Achebe kom út í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur fyrir skömmu á sextíu ára útgáfuafmæli bókarinnar. Allt sundrast er talin til höfuðrita afrískra bókmennta og Elísa Björg segir að áhrif og mikilvægi verksins séu slík að það hafi beinlínis verið orðið vandræðalegt að hún hafi aldrei komið út í íslenskri þýðingu. „Ég verð reyndar að játa að ég þekkti ekki bókina þegar ég var beðin um þýða hana en hún heillaði mig samstundis og mikilvægi hennar má einfaldlega sjá út frá því að hún hefur verið þýdd á 58 tungumál og selst í yfir 20 milljónum eintaka. Allt sundrast er í raun algjör yfirklassík í afrískum bókmenntum.“Opnaði Afríku Elísa Björg bendir á að Allt sundrast hafi í raun verið fyrsta skáldsagan þar sem höfundur frá Afríku tekur sér stöðu og kemur fram með rödd álfunnar. „Það er líka merkilegt hvað hún er fyrst í mörgu tilliti. Hún er fyrsta skáldsaga Achebe, fyrst í trílógíu, fyrst í ritröð Heinemanns African Writers Series og fyrsta bókin um líf Afríkumanna skrifuð af Afríkumönnum sjálfum. Fram að því hafði alltaf verið skrifað um Afríku út frá gestsauga og illu heilli þá fer það oft út í góðlátlegt grín og ýkjusögur. Achebe er sjálfur alinn upp í svona blönduðu samfélagi eins og þarna er lýst og hann þekkir því af eigin raun það sem hann er að skrifa um. Þetta er meginforsenda þess að hann hefur svona gríðarleg áhrif á afrískar bókmenntir og það er til falleg tilvitnun í Chimamanda Ngozi Adichie sem skrifaði meðal annars Við ættum öll að vera femínistar, en hún sagði: „Ég held að ég geti skrifað vegna þess að Chinua Achebe skrifaði.“ Hún hafði lengi lesið eintómar skáldsögur um Afríku sem pössuðu ekkert við hennar upplifun. Þannig að hann opnaði ekki aðeins Afríku fyrir öðrum álfum heldur opnaði hann Afríku fyrir Afríkubúum sjálfum. Sem slíkur skiptir hann því auðvitað ótrúlega miklu máli.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur Allt sundrast er að Achebe hikar ekki við að nýta sér vestræna bókmenntahefð. Elísa Björg tekur undir það og bendir á að bókinni sé skipt í þrjá hluta og hún sé um margt uppbyggð eins og klassískt grískt leikrit. „Að auki þá er titill verksins sóttur í ljóð eftir W.B. Yeats og fleira mætti tiltaka en þetta er mjög meðvituð leið til þess að ná til vestrænna lesenda. Hins vegar var hann stundum skammaður fyrir það að skrifa á ensku, tungumáli kúgaranna, en þá vísaði hann til þess að það nígeríska ritmál sem er til er búið til af þessum sömu kúgurum, nýlenduherrunum. Þetta ritmál dregur tennurnar úr þeim mállýskum sem tungumálið býr yfir og Achebe sagði að það væri þó betra að ná þessum sérkennum tungumálsins og öllum þeim þjóðsögum sem er að finna í verkinu með því að beita einfaldlega enskunni. Að auki var enskan leið til þess að opna Afríku fyrir útlendingum, þannig að þetta var í raun meðvituð pólitísk ákvörðun.“Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandiKonur, sögur og aumingjar Allt sundrast segir sögu hins óttalausa Igbo-stríðsmanns Okonkwos í upphafi nýlendutímans þegar ágengir Evrópumenn ógna heimi ættflokkanna á svæðinu. „Okonkwo er mikill glímukappi, heljarmenni og frekjuhundur eins og karlar eiga að vera. En hann er miklu viðkvæmari en hann vill vera láta og skammast sín mikið fyrir það. Hann á þrjár konur og átta börn sem koma þó lítið við sögu. Hins vegar er það þannig að eina manneskjan sem hefur einhvern möguleika á að hafa áhrif á þessa ofurhetju er dóttir hans en ekki sonurinn enda harmar Okonkwo það statt og stöðugt að hún skuli ekki vera strákur. En svo lendir hann í því að hetjuskapurinn verður til þess að hann fremur glæp og er rekinn í útlegð en þegar hann snýr aftur þá er samfélagið gerbreytt. Hið gerbreytta samfélag gengur í raun og veru út á íhlutun og frekjugang vestrænna nýlenduríkja sem beita fyrir sig öllum leiðum, pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum, til þess að vaða yfir allt samfélagið og ná frumbyggjunum á sitt band. En það má líka lesa þetta með femínískum gleraugum og líta á þetta sem harmsögu karlmennskunnar. Það má vel fara þá leiðina,“ segir Elísa Björg létt í bragði. Kynjahlutverkin skipta greinilega miklu máli í Allt sundrast og það birtist í ýmsum myndum. Frásögnin er til að mynda skemmtileg blanda af beinum og afdráttarlausum frásagnarstíl annars vegar og svo litríkum þjóðsögum hins vegar. „Já, þjóðsögurnar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Þær eru líka – og það fannst mér vænt um þegar ég áttaði mig á því – rödd kvenna í frásögninni. Konur eru þarna valdalausar og fyrirferðarlitlar en þjóðsögurnar og tungumálið eru þeirra ríki. Mér finnst merkilegt að þeirra valdefling skuli vera þarna því ef karlmenn í sögunni hafa gaman af sögum kvennanna þá eru þeir aumingjar í augum karlanna og feðraveldisins. Sonur aðalhetjunnar er gott dæmi um þetta því hann hefur gaman af því að hlusta á sögur móður sinnar en vill svo auðvitað ekki viðurkenna slíkan veikleika,“ segir Elísa Björg og getur ekki annað en brosað. „Þessi andstæða á milli karlmennskunnar og tungumáls birtist líka mjög skemmtilega í því að Okonkwo stamar og eftir því sem hann verður æstari og lætur rymja meira í sér, þeim mun óöruggari verður hann í tungumálinu sem endar með því að hann þarf að grípa til hnefanna.“Skelfileg arfleifð Elísa Björg fæst við að kenna bæði sögu og listasögu og hún segir að vissulega leiti hún þangað þegar tekist er á við að þýða verk á borð við þetta. „Núna fyrir stundu var ég einmitt að æsa mig mikið við kennsluna því við vorum að fara yfir nýlendutímann í Afríku. Það mátti engu muna að ég færi að lesa fyrir nemendur úr bókinni, en maður má auðvitað ekki blanda þessu saman, en bókin gerist á síðari hluta nítjándu aldar og árið 1885 var haldinn fundur í Berlín þar sem nýlenduveldin skiptu því sem eftir var af Afríku á milli sín með reglustiku. Í kjölfarið ryðjast þeir þarna inn og sagan segir frá þessum umbrotatímum.“ En á þessi bók þá eitthvert erindi við okkur í dag? „Já, svo sannarlega. Það sagði einmitt einn nemandi minn í tímanum áðan: „Er þetta þá ástæðan fyrir því að ástandið er svona eins og það er í Afríku dag?“ Og ég get ekki sagt annað en að það eigi mikinn þátt í því. Arfleifð okkar Vesturlanda í Afríku er skelfileg þar sem við erum búin að mergsjúga allt og erum hvergi nærri hætt. Allt sundrast sýnir okkur það og er öllum holl lesning.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira