Freyr: Erfiður leikur að spila en hugarfarið var frábært Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:36 Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar. Vísir/Getty Ísland situr á toppi riðils 5 í undankeppni HM 2019 í fótbolta kvenna eftir 2-0 sigur á Slóveníu ytra í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður með frammistöðuna í dag þegar Vísir heyrði í honum eftir leikinn. „Fín frammistaða heilt yfir. Við komum hingað til þess að sækja þrjú stig og fara ákveðnar leiðir og það gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum með þær algjörlega varnarlega, settum pressu á þær fljótt og unnum boltann yfirleitt fljótt aftur eða náðum að hægja á þeim og þar af leiðandi koma í veg fyrir þeirra styrkleika í skyndisóknum.“ „Tvö góð mörk, mikil barátta í leiknum, fullt af höggum og annað sem við bara stóðum af okkur svo ég er ánægður með hugarfarið og að hafa farið til Slóveníu og klárað þessi þrjú stig.“ Ísland er mun hærra skrifað heldur en Slóvenía á heimslistanum og bjuggust margir við stærri sigri íslensku stelpnanna. „Það voru tækifæri til þess [að skora fleiri mörk] þar sem við stjórnuðum leiknum og vorum með góðar opnanir. Ef mér hefðu verið boðin fleiri mörk þá hefði ég tekið þau.“ „Að ná í þessi þrjú stig og vera á toppnum þegar öll lið eru búin að spila jafn marga leiki, nú erum við á þeim stað sem við vildum vera á.“ „Það er alltaf hellingur,“ sagði Freyr aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur í leiknum. „20. mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks sem að hefði getað verið betri. Við fórum að spila of hægt og velja erfiða möguleika, en fyrir utan það var þetta bara nokkuð gott.“ En hvað stóð upp úr í leik stelpnanna? „Frábær fyrri hálfleikur þar sem við náðum að halda góðu tempói og búa til yfirtölu á vængjunum og finna millisvæðið, milli varnar og miðju, og ráðast á andstæðinginn þar.“ „Svo vorum við ákveðin í því að nýta föstu leikatriðin og við nýttum allavega löngu innköstin vel, þar var stöðuógnun og tvö góð mörk.“ „Hugarfarið var frábært, þetta var erfiður leikur að spila fyrir hugarfarið og leikmenn mættu einbeittir til leiks.“ Næsti leikur Íslands í keppninni er annar útileikur, gegn Færeyjum á þriðjudaginn. Liðin mættust á Laugardalsvelli í september og þá fór Ísland með 8-0 sigur. „Við förum þangað til þess að sækja sigur og klára þessa útileikjahrinu. Þá eru þrír heimaleikir eftir. Nú er næsta skref að koma okkur til Færeyja, sækja stigin þrjú og halda áfram.“ „Við spilum okkar leik áfram og reynum að skora eins mörg mörk og við getum, fyrst og fremst bara að spila okkar leik,“ sagði Freyr Alexandersson. Fótbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland situr á toppi riðils 5 í undankeppni HM 2019 í fótbolta kvenna eftir 2-0 sigur á Slóveníu ytra í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður með frammistöðuna í dag þegar Vísir heyrði í honum eftir leikinn. „Fín frammistaða heilt yfir. Við komum hingað til þess að sækja þrjú stig og fara ákveðnar leiðir og það gekk vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum með þær algjörlega varnarlega, settum pressu á þær fljótt og unnum boltann yfirleitt fljótt aftur eða náðum að hægja á þeim og þar af leiðandi koma í veg fyrir þeirra styrkleika í skyndisóknum.“ „Tvö góð mörk, mikil barátta í leiknum, fullt af höggum og annað sem við bara stóðum af okkur svo ég er ánægður með hugarfarið og að hafa farið til Slóveníu og klárað þessi þrjú stig.“ Ísland er mun hærra skrifað heldur en Slóvenía á heimslistanum og bjuggust margir við stærri sigri íslensku stelpnanna. „Það voru tækifæri til þess [að skora fleiri mörk] þar sem við stjórnuðum leiknum og vorum með góðar opnanir. Ef mér hefðu verið boðin fleiri mörk þá hefði ég tekið þau.“ „Að ná í þessi þrjú stig og vera á toppnum þegar öll lið eru búin að spila jafn marga leiki, nú erum við á þeim stað sem við vildum vera á.“ „Það er alltaf hellingur,“ sagði Freyr aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur í leiknum. „20. mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks sem að hefði getað verið betri. Við fórum að spila of hægt og velja erfiða möguleika, en fyrir utan það var þetta bara nokkuð gott.“ En hvað stóð upp úr í leik stelpnanna? „Frábær fyrri hálfleikur þar sem við náðum að halda góðu tempói og búa til yfirtölu á vængjunum og finna millisvæðið, milli varnar og miðju, og ráðast á andstæðinginn þar.“ „Svo vorum við ákveðin í því að nýta föstu leikatriðin og við nýttum allavega löngu innköstin vel, þar var stöðuógnun og tvö góð mörk.“ „Hugarfarið var frábært, þetta var erfiður leikur að spila fyrir hugarfarið og leikmenn mættu einbeittir til leiks.“ Næsti leikur Íslands í keppninni er annar útileikur, gegn Færeyjum á þriðjudaginn. Liðin mættust á Laugardalsvelli í september og þá fór Ísland með 8-0 sigur. „Við förum þangað til þess að sækja sigur og klára þessa útileikjahrinu. Þá eru þrír heimaleikir eftir. Nú er næsta skref að koma okkur til Færeyja, sækja stigin þrjú og halda áfram.“ „Við spilum okkar leik áfram og reynum að skora eins mörg mörk og við getum, fyrst og fremst bara að spila okkar leik,“ sagði Freyr Alexandersson.
Fótbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira