Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 16:30 Arnar Guðjónsson við undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30