Ætlum að vera í bílstjórasætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2018 10:30 Stelpurnar verða að vinna í dag. vísir/eyþór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira