Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur Vísir/GVA Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45