Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:48 Frá stórbrunanum í Garðabæ. Vísir/Egill Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28