Mjólkurbikarinn snýr aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2018 14:32 Frá undirskriftinni í dag. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fulltrúar félaga sem leika í 1. umferð keppninnar eru einnig á myndinni. Vísir/E. Stefán Nýr kostandi var í dag kynntur á Bikarkeppni KSÍ en það er MS og mun því keppnin aftur heita Mjólkurbikarinn eins og hún gerði frá 1986 til 1996. Samningurinn var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ af fulltrúum KSÍ, MS og Sýnar hf., sem meðal annars rekur Stöð 2 Sport og Vísi. Mjólkurbikarinn hefst á undan Pepsi-deildinni og fara fyrstu leikirnir fram 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki. Úrslitaleikur í kvennaflokki fer fram í ágúst en í karlaflokki í september. Eftirfarandi fréttatilkynning var svo birt á heimasíðu KSÍ í dag:Snúa glösin líka aftur?Vísir/E. Stefán„Það muna eflaust margir eftir því þegar Bikarkeppni KSÍ bar yfirskriftina Mjólkurbikarinn og er því skemmtilegt að greina frá því að nú í sumar snýr Mjólkurbikarinn aftur. Samstarfssamningur KSÍ, Mjólkursamsölunnar og Sýnar var undirritaður í húsakynnum KSÍ í dag, 5. apríl af þeim Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar og Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar. Að lokinni undirskrift var að sjálfsögðu skálað í mjólk í þar til gerðum mjólkurbikar og ekki þótti gestum verra að gæða sér á súkkulaðiköku í leiðinni. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Það er okkur mikil ánægja að vera þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni sem Bikarkeppni KSÍ er og eiga þátt í því að endurvekja gamla og góða Mjólkurbikarinn sem svo margir minnast með hlýjum huga. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í september.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Ég er mjög ánægður með þennan samning og vænti mikils af samstarfinu milli MS, KSÍ og félaganna. Mjólkursamsalan hefur sterkar rætur í íslensku samfélagi og hefur mikla tengingu við íþróttahreyfinguna. Bikarkeppni KSÍ hét einmitt Mjólkurbikarinn um árabil og eflaust mörg okkar sem muna vel eftir því.“ Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur laugardaginn 27. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí. 58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla og kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 15. september.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Nýr kostandi var í dag kynntur á Bikarkeppni KSÍ en það er MS og mun því keppnin aftur heita Mjólkurbikarinn eins og hún gerði frá 1986 til 1996. Samningurinn var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ af fulltrúum KSÍ, MS og Sýnar hf., sem meðal annars rekur Stöð 2 Sport og Vísi. Mjólkurbikarinn hefst á undan Pepsi-deildinni og fara fyrstu leikirnir fram 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki. Úrslitaleikur í kvennaflokki fer fram í ágúst en í karlaflokki í september. Eftirfarandi fréttatilkynning var svo birt á heimasíðu KSÍ í dag:Snúa glösin líka aftur?Vísir/E. Stefán„Það muna eflaust margir eftir því þegar Bikarkeppni KSÍ bar yfirskriftina Mjólkurbikarinn og er því skemmtilegt að greina frá því að nú í sumar snýr Mjólkurbikarinn aftur. Samstarfssamningur KSÍ, Mjólkursamsölunnar og Sýnar var undirritaður í húsakynnum KSÍ í dag, 5. apríl af þeim Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, Ara Edwald, forstjóra Mjólkursamsölunnar og Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar. Að lokinni undirskrift var að sjálfsögðu skálað í mjólk í þar til gerðum mjólkurbikar og ekki þótti gestum verra að gæða sér á súkkulaðiköku í leiðinni. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Það er okkur mikil ánægja að vera þátttakendur í þessu skemmtilega verkefni sem Bikarkeppni KSÍ er og eiga þátt í því að endurvekja gamla og góða Mjólkurbikarinn sem svo margir minnast með hlýjum huga. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í september.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ: „Ég er mjög ánægður með þennan samning og vænti mikils af samstarfinu milli MS, KSÍ og félaganna. Mjólkursamsalan hefur sterkar rætur í íslensku samfélagi og hefur mikla tengingu við íþróttahreyfinguna. Bikarkeppni KSÍ hét einmitt Mjólkurbikarinn um árabil og eflaust mörg okkar sem muna vel eftir því.“ Mjólkurbikar karla hefst fimmtudaginn 12. apríl með fimm leikjum í karlaflokki en þá mætast Ýmir og KV, Álftanes og Ísbjörninn, ÍR og Ægir, Grótta og Vatnaliljur, Augnablik og Kormákur/Hvöt og loks Berserkir og Reynir S. Alls eru 27 leikir á dagskrá í fyrstu umferð karla sem lýkur laugardaginn 27. apríl. Mjólkurbikar kvenna hefst laugardaginn 5. maí en þá mætast lið Álftaness og Fjölnis á Bessastaðavelli en alls eru níu leikir á dagskrá í fyrstu umferð kvenna sem lýkur mánudaginn 21. maí. 58 ár eru síðan bikarkeppni KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1960 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok sumars en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar karla og kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 15. september.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira