Verða líklega að störfum fram á nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 11:54 Flytja þurfti slökkviliðsmann til aðhlynningar fyrr í morgun. Aðstæður á vettvangi eru gríðarlega erfiðar. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13
Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55
Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53