Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:30 Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira