Bætt aðgengi í höfuðborginni Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2018 19:36 Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru borgarbúar! Við sem búum í Reykjavík höfum fundið fyrir því að fjöldi bifreiða í umferðinni eykst með hverju ári. Biðraðir á álagstímum og umferðarþungi á stoðbrautum er orðinn fastur liður hversdagsins. Sú lausn sem okkur hefur verið kynnt í Reykjavík er að leggja Borgarlínu sem á að vera framtíðarlausn við umferðarálaginu. Við eigum að skilja bílinn eftir heima og taka Borgalínuna til áfangastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki svo einfalt eins og samfélagið er uppbyggt í dag. Það að taka Borgarlínu til og frá vinnu hentar ekki öllum og mörgum hryllir við veðurofsa vetrarins og vilja ekki standa úti í öllum veðrum og bíða eftir næstu ferð. Samfélagið er uppbyggt þannig að foreldrar þurfa að skutla börnum milli skóla og tómstunda og ef ferðatími til vinnu í bænum er lengri í Borgarlínu en á eigin bil, þá fer fólk á bílnum. Nú hafa verið nokkrar kynningar á þessu verkefni á vegum Reyjkavíkurborgar, þetta er stórt verkefni og kostnaðurinn er frekar óljós. Nefndar hafa verið tölur á bilinu 70-100 milljarða, en ég hef ekki sé neina nákvæma útlistun á þessu verkefni, hvað þá verk- eða kostnaðaráætlun. Í ljósi þess að aðeins lítill hluti Reykvíkinga notar strætó í dag þá er kostnaðurinn það mikill að hann þarfnast nánari útlistunar. Framkvæmdin eins og hún er kynnt fyrir okkur borgarbúum er að grafa upp Miklubrautina og setja í stokk. Færa á umferðina í stokkinn og losa íbúana við umferðarálagið. Nú þegar er umferðin inn í borgina það mikil að hún er ólíðandi á álagstímum ásamt menguninni sem henni fylgir. Ef það á að grafa upp Miklubrautina þá þarf að beina umferðinni annað. Það eru væntanlega Bústaðavegur, Suðurlandsbraut og Sæbrautin. Nú þegar er álagið mikið á þessum vegum og erfitt að sjá að á meðan verið er að grafa upp Miklubrautina þá sé greið umferð um þessar vegi. Síðan þyfti að leiða umferðina í gegnum smáíbúðahverfin og getur það orðið mikið álag fyrir íbúana því uppgröftur á Miklubraut getur tekið nokkur ár með þeim vinnuvélum sem þarf til að grafa og vörubílum til að flytja burt jarðveginn. Uppgröfur Miklubrautar er því mikið jarðvegsrask til lengri tíma og breytir allri aðkomu að borginni. Við í Höfuðborgarlistanum sjáum mikilvægi þess að létta umferðinni af stoðvegum borgarinnar og leita annara lausna. Við höfum horft til þeirrar staðreyndar að mikil uppbygging mun eiga sér stað í Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi á næstu árum í framhaldi af þéttingu miðborgarinnar. Umferðarþungi í bæinn mun ekki minnka og að loka Miklubraut í nokkur ár meðan verið að leggja hana í stokk setur vegakerfið í borginni í uppnám. Þess vegna höfum við horft til þess að byggja Sundabrautina frá Kjalarnesi til Reykjavíkur með tengingu við Grafarvog. Þannig tengjum við Kjalarnesið og Grafarvog við miðbæinn og það mun minnka álag á veginn frá Ártúnsholti að gatnamótunum við Breiðholtsbraut, einnig mun það minnka álag á gatnamótunum við Grensásveg og áfram inn í borgina. Sundabrautin er leið til að létta á núverandi álagi og beina þeim sem ætla í miðbæinn frá Kjalarnesi, Grafarvogi og Grafarholti á sem stystum tíma inn í borgina og án þess að keyra þurfi í gegnum alla borgina. Við teljum Sundabrautina vera sú lausn sem er minnsta álag fyrir Reykjavíkurbúa og þá er ekki grafið í borginni heldur fer vinnan fram meðfram borginni og samhliða því munu borgarbúar losna við það álag og áreiti sem uppgröfur eftir allri Miklubrautinni er.Höfundur skipar 2. sæti á Höfuðborgarlistanum.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun