Vinsæll íþróttakennari en bara meðaljón þegar kemur að ræktinni Guðný Hrönn skrifar 3. apríl 2018 06:00 Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur svo sannarlega slegið í gegn sem spinningkennari. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira