Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 08:00 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur heimsótt skólann til að kynna sér námið. Tormod Flatebo, ljósmyndari Fjordabladet, tók mynd af henni. Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fjórtán nemendur á víkingalínu í lýðháskóla í Nordfjordeid í Noregi koma hingað til Íslands á morgun í tengslum við nám sitt. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir íslenskra víkinga. „Við erum með hóp í víkinganámi. Þeir læra stálsmíði, leðurvinnu og að útbúa föt og mat að hætti víkinganna. Svo læra þeir að sigla víkingaskipi og svo framvegis,“ segir Stig Myren, sérfræðingur í víkingafræðum og kennari í náminu. Hann segir að í náminu sé sjónum beint að því sem vitað er um víkingaöldina og hvernig sýn manna á víkingana hefur breyst yfir tímann, meðal annars vegna sjónvarpsins. Stig segir að hópurinn verði hér á landi í eina viku, en þetta er í annað skipti sem nemendur í þessu námi fara til Íslands.Stig G. Myren, sérfræðingur í víkingafræðum.Stig segir að hluti af náminu sé reiðkennsla og að nokkrir nemendanna hyggist fara á hestbak hér. Svo stefna nemendurnir líka á að kynna sér glímu á Íslandi. Stig segir þó að það hafi reynst mjög erfitt að finna glímuiðkendur sem geti tekið á móti þeim. Íslendingurinn Marta Eiríksdóttir býr í Nordfjordeid Noregi, þar sem lýðháskólinn er og kennir jóga einu sinni í viku. Hún segir Norðmenn hafa mikinn áhuga á sögu landnámsmannanna norsku sem sigldu til Íslands og hún hafi verið beðin um að segja þá sögu oftar en einu sinni. „Ísland er eins og Mekka er fyrir múslima. Þetta er landið sem varðveitt hefur tungumálið forna, dýrategundirnar eins og íslenska hestinn, landnámshænur og fleira vegna mjög strangra krafa yfirvalda um verndun íslenskrar náttúru,“ segir Marta. Marta segir að skólanum sé umhugað um að fá Íslendinga í námið og hvetur þá sem gætu haft áhuga á náminu að kynna sér það betur. „Ég held að það þurfi að hrista aðeins upp í Íslendingum, að þeir átti sig aðeins á því hvaðan við komum. Við erum ekki Ameríkanar og við erum ekki Danir. Við erum Norðmenn. Það þarf að dusta rykið af þessu og það er verið að gera það í þessum litla bæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Norðurlönd Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira