Algengt að fararstjórar hafi ekki þekkingu á staðarháttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:19 Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Sífellt algengara er að ferðaskrifstofur sendi erlenda fararstjóra, sem hafa enga þekkingu á staðarháttum, til Íslands með hópa af ferðamönnum. Formaður félags leiðsögumanna telur að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. Ferðamenn stefni sér reglulega í voða vegna vanþekkingar. Ítrekað berast fréttir af ferðamönnum sem hafa stefnt sér í voða á ferð um Ísland. Um helgina náðust myndir af ferðamanni sem hoppaði um á ísnum á Jökulsárlóni með selfie-stöng og myndavél á lofti. Þá hætti hópur ferðamanna sér út á ís sem safnast hafði saman í Langá á Mýrum en rútu hafði verið lagt skammt frá ánni. Indriði H. Þorláksson, formaður félags leiðsögumanna, segir atburði sem þessa allt of algenga. „Það fer held ég ekki fram hjá neinum leiðsögumanni sem fer um þessa staði að ferðamenn gæti ekki að sér, hvorki varðandi slysahættu og eins varðandi náttúruvernd. Það er að segja að viðkvæm landsvæði bíði ekki skaða.“Telur nauðsynlegt að bæta merkingar Algengt er að fólk án sérstakrar þekkingar stýri hópferðum um Ísland. „Sérstaklega er áberandi vöxtur í því að erlendar ferðaskrifstofur komi með sína eigin fararstjóra eða hópstjóra sem oft á tíðum hafa enga þekkingu eða engar forsendur til að stýra ferð hér á landi.“ Indriði telur nauðsynlegt bæta merkingar á ýmsum fjölsóttum stöðum fyrir þá sem ferðast á eigin vegum. Þá telur hann að skylda ætti seljendur hópferða til þess að bjóða upp á faglega leiðsögn. „Þar teljum við að það skorti mikið á það séu reglur eða fyrirkomulag hjá þeim sem selja ferðir að það sé tryggt að slíkar ferðir séu ætið undir leiðsögn lærðra leiðsögumanna eða annarra sem hafa þá kunnáttu og undirbúning sem þarf til að gæta alls öryggis.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. 28. mars 2018 19:15
Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. 27. mars 2018 11:40