Að taka stökkið Indíana Nanna Jóhannsdóttir skrifar 1. apríl 2018 10:36 Nýlega tók ég risa ákvörðun. Ég sagði upp í vinnunni og um áramótin mun ég snúa mér alfarið að þjálfun. Frasinn „nýtt ár, ný tækifæri“ hefur í raun aldrei átt betur við í mínu tilfelli. Að gera hreyfingu, hugarfar og mataræði að minni atvinnu er draumur sem hefur blundað í mér lengi. Ég segi draumur því að fyrst virkaði það sem mjög fjarlægur raunveruleiki. Það voru draumórar og óraunhæft markmið í mínum huga. Fyrir einu og hálfu ári var ég á allt öðrum stað en ég er í dag. Háskólanám í lögfræði var komið undir beltið og ég var komin með vinstri fót + stóru tá á hægri út á þá braut. Mér gekk vel í skólanum, líkaði vel við námið og fékk spennandi atvinnutækifæri hérlendis og erlendis. Það var samt eitthvað sem bremsaði mig af og á síðustu önninni í grunnnáminu tók ég (mjög erfiða) ákvörðun um að breyta stefnunni. Ég vissi virkilega ekki hvað það var sem mig langaði til að gera. Það hræddi mig og ég efaðist um sjálfa mig.Indíana Nanna JóhannsdóttirNú þegar ég sit og skrifa þennan texta þá átta ég mig á því hver draumurinn hefur verið allan þennan tíma: Að finna út úr því hvað það er sem ég virkilega brenn fyrir.Ég nærist á því að vera í kringum fólk og hef alltaf gert. Að vera með hóp af fólki í þjálfun, eiga við það samskipti, kenna því eitthvað nýtt og hjálpa því að öðlast sjálfstraust, bæði líkamlegt og andlegt, er eitthvað sem ég brenn fyrir. Smátt og smátt hefur draumurinn orðið áþreifanlegri og nú er ég komin á þann stað að hann og markmiðið er orðið að einu. „Gott markmið þekkist á því að það breytir þér. Þér á að nægja að hugsa um það, sjá það fyrir þér, til að örvast á stundinni.“ – Erik Bertrand Larssen, markþjálfiMeð því að deila þessu með ykkur, kæru lesendur, er ég að reyna að segja þetta: Markmið og draumar þurfa ekki að vera sinn hvor hluturinn. Leyfum okkur að setja okkur háleit markmið og leyfum okkur að dreyma. Allt í einu gæti draumurinn orðið að mjög svo raunverulegu markmiði. Nýtt ár er rétt handan við hornið og það er kominn tími til að miða hátt.Indíana Nanna Jóhannsdóttir er 25 ára hóp- og fjarþjálfari, vefstjóri, bloggari og nemi í markþjálfun. Eftir 15 ár í handbolta snéri Indíana sér að annars konar hreyfingu en spilar þó enn með utandeildarliði Stjörnunnar í Garðabæ. Líkamleg og andleg rækt eru aðaláhugamál hennar í dag og höfum við fengið hana til liðs við okkur til að skrifa um jákvætt hugarfar, sjálfstraust, líkamsrækt, mataræði, heilsusamlegan lífsstíl og allt þar á milli. Mest lesið Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Rauð götutíska í París Glamour Er íslensk tíska jafn kraftmikil og náttúran ykkar? Glamour
Nýlega tók ég risa ákvörðun. Ég sagði upp í vinnunni og um áramótin mun ég snúa mér alfarið að þjálfun. Frasinn „nýtt ár, ný tækifæri“ hefur í raun aldrei átt betur við í mínu tilfelli. Að gera hreyfingu, hugarfar og mataræði að minni atvinnu er draumur sem hefur blundað í mér lengi. Ég segi draumur því að fyrst virkaði það sem mjög fjarlægur raunveruleiki. Það voru draumórar og óraunhæft markmið í mínum huga. Fyrir einu og hálfu ári var ég á allt öðrum stað en ég er í dag. Háskólanám í lögfræði var komið undir beltið og ég var komin með vinstri fót + stóru tá á hægri út á þá braut. Mér gekk vel í skólanum, líkaði vel við námið og fékk spennandi atvinnutækifæri hérlendis og erlendis. Það var samt eitthvað sem bremsaði mig af og á síðustu önninni í grunnnáminu tók ég (mjög erfiða) ákvörðun um að breyta stefnunni. Ég vissi virkilega ekki hvað það var sem mig langaði til að gera. Það hræddi mig og ég efaðist um sjálfa mig.Indíana Nanna JóhannsdóttirNú þegar ég sit og skrifa þennan texta þá átta ég mig á því hver draumurinn hefur verið allan þennan tíma: Að finna út úr því hvað það er sem ég virkilega brenn fyrir.Ég nærist á því að vera í kringum fólk og hef alltaf gert. Að vera með hóp af fólki í þjálfun, eiga við það samskipti, kenna því eitthvað nýtt og hjálpa því að öðlast sjálfstraust, bæði líkamlegt og andlegt, er eitthvað sem ég brenn fyrir. Smátt og smátt hefur draumurinn orðið áþreifanlegri og nú er ég komin á þann stað að hann og markmiðið er orðið að einu. „Gott markmið þekkist á því að það breytir þér. Þér á að nægja að hugsa um það, sjá það fyrir þér, til að örvast á stundinni.“ – Erik Bertrand Larssen, markþjálfiMeð því að deila þessu með ykkur, kæru lesendur, er ég að reyna að segja þetta: Markmið og draumar þurfa ekki að vera sinn hvor hluturinn. Leyfum okkur að setja okkur háleit markmið og leyfum okkur að dreyma. Allt í einu gæti draumurinn orðið að mjög svo raunverulegu markmiði. Nýtt ár er rétt handan við hornið og það er kominn tími til að miða hátt.Indíana Nanna Jóhannsdóttir er 25 ára hóp- og fjarþjálfari, vefstjóri, bloggari og nemi í markþjálfun. Eftir 15 ár í handbolta snéri Indíana sér að annars konar hreyfingu en spilar þó enn með utandeildarliði Stjörnunnar í Garðabæ. Líkamleg og andleg rækt eru aðaláhugamál hennar í dag og höfum við fengið hana til liðs við okkur til að skrifa um jákvætt hugarfar, sjálfstraust, líkamsrækt, mataræði, heilsusamlegan lífsstíl og allt þar á milli.
Mest lesið Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Sigurvegarar bresku tískuverðlaunana Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Bestu tískuaugnablik Kings of Leon Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Hálfsköllóttur Skarsgård Glamour Rauð götutíska í París Glamour Er íslensk tíska jafn kraftmikil og náttúran ykkar? Glamour