Fá ekki enn að rannsaka vettvang efnavopnaárásarinnar í Douma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Frá Douma í Sýrlandi, þar sem átök hafa geisað. Vísir/AFP Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05