Reykjavíkurskrifstofa Google Pawel Bartoszek skrifar 19. apríl 2018 07:00 Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar