Borgarlínudans Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun