Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 19. apríl 2018 14:00 Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. Vísir/Getty Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Fjölni áttunda sæti deildarinnar sem er betri árangur en í fyrra þegar að liðið hafnaði í tíunda sæti og var þremur stigum frá falli. Mikill uppgangur var hjá Fjölni og náði liðið sínum besta árangri árið 2016 en svo missti það marga leikmenn og allt fór í hundana. Breytingar hafa orðið á liðinu og nýr þjálfari er kominn í brúnna. Nýtt upphaf er í Grafarvoginum en það mun taka sinn tíma að koma liðinu aftur í efri hlutann. Lið sem hafa rétt sloppið við fall í Pepsi-deildinni og hafnað í tíunda sæti hafa vanalega ekki átt góðu gengi að fagna árið eftir. Ólsarar féllu á síðustu leiktíð eftir að verma tíunda sætið og vanalega eru lið svona frá 9.-12. sæti. Þau falla þó reyndar ekki alltaf. Síðasta lið sem algjörlega sneri við sínu gengi eftir að enda í tíund asæti var ÍBV sem fór út botnbaráttu í toppbaráttu á milli sumra. Þjálfari Fjölnis er Ólafur Páll Snorrason sem þekkir vel til í Grafarvoginum eftir að spila þar nokkrum sinnum. Síðast var Ólafur spilandi aðstoðarþjálfari þegar að liðinu gekk hvað best en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er ungur og óreyndur á hliðarlínunni og mun þurfa að takast á við allskonar mótbyr á leiktíðinni og verður fróðlegt að sjá hvernig hann mætir til leiks.Svona munum við eftir FjölniFjölnir var eitt af þessum liðum á síðustu leiktíð þar sem það var nánast ekkert að frétta. Liðið tapaði illa í útlendingalottóinu og var búið að sjá á eftir lykilmönnum fara nokkur ár í röð. Liðið var komið að þolmörkum á síðustu leiktíð og það sást svo um munaði. Rjóminn á þessari slæmu köku var eiginlega þegar að Fjölnisliðið ætlaði að setja ný viðmið í að verjast aukaspyrnum en fékk samt á sig mark í markmannshornið á móti KA. Mjög fyndið fyrir alla aðra en Fjölnismenn. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurFjölnisliðið lítur hreint ágætlega út og hefur fækkað erlendum leikmönnum til muna. Þarna er blanda af kannski ekki beint reynsluboltum en strákum með reynslu úr Pepsi-deildinni á fínum aldri og haug af spennandi leikmönnum sem eiga þó enn eftir að taka skrefið í það að verða mjög góðir.Þrír sem Fjölnir treystir á:Bergsveinn Ólafsson: Ef Fjölnismenn voru ekki spenntir fyrir sumrinu áður þá kom spennan þegar að fyrirliðinn sem fór í Hafnarfjörðinn til að verða Íslandsmeistari sneri aftur. Það góða fyrir stuðningsmenn þeirra gulu er að Bergsveinn kemur ekki heim sem neinn kóngur heldur hefur hann ýmislegt að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum eftir dapurt síðasta tímabil með FH. Góður miðvörður á sínum degi og mikill leiðtogi.Almarr Ormarsson: Ein bestu kaup vetrarins áttu sér stað þegar að Fjölnir fékk Almarr Ormarsson sem er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Mikill leiðtogi á velli sem gefur sig alltaf 100 prósent í alla leiki, er flottur fótboltamaður sem dúkkar upp með mörk og berst allan tímann. Flottur leikmaður til að hafa í kringum vel spilandi unga Fjölnismenn.Þórir Guðjónsson: Rauða þruman í framlínunni er kannski engin markavél en hann hefur skorað sjö til átta mörk á hverri leiktíð undanfarin þrjú ár fyrir utan að taka mikið til sín og búa til svæði fyrir aðra framherja liðsins. Ef Fjölnismenn ætla sér eitthvað fyrir alvöru verður hann að halda í sína markaskorun og jafnvel bæta í. Markaðurinn grafvík/gvendurFjölnir er líklega það lið í neðri hlutanum sem stóð sig hvað á markaðnum enda borgar sig alltaf að ala upp góða leikmenn sem geta seinna meir snúið heim og gerðist hjá Grafarvogsliðinu í vetur. Ungur strákur frá Aftureldingu hefur svo fengið mikið traust og byrjar líklega í vinstri bakverði. Stóru kaupin sem munu líklega skila Fjölni hvað mestu voru á Almarri sem er aðeins öðruvísi karakter en Fjölnismenn eiga að þekkja. Hann ætti að geta skapað flotta dínamík í Fjölnisliðinu sem þjálfarinn hlýtur að vera ánægður með. Þrátt fyrir að nöfnin séu mörg sem eru á farnir-listanum skipta þau sama og engu máli. Þessi útlendingahersveit var litlu sem engu að skila á síðustu leiktíð og tók svolítið hjartað úr liðinu. Þeir kannski sakna mest Marcusar Solbergs sem var mikill vinnuhestur.Markaðseinkunn: BHvað segir sérfræðingurinn?„Fjölnir er með gríðarlega spennandi lið og það verður fróðlegt að sjá það í sumar,“ segir Indriði Sigurðsson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna um Fjölnismenn og bendir á að þeir hafa verið að prófa þriggja manna varnarlínu í vetur. „Þeir eru með marga spennandi unga leikmenn og fengu heim Gumma Kalla og Begga sem er mikill styrkur. Ég veit að þjálfarateymið er að vinna með það að spila á styrkleikum liðsins. Þetta eru ungir og flinkir strákar sem eru vanir því að spila fótbolta sem er annað en Fjölnir hefur verið að gera síðustu þar. Það hefur verið vanara því að liggja til baka og sækja hratt.“ „Ég veit að það verður lög áhersla á það að halda bolta og vinna boltann framarlega. Þeir hafa litið gríðarlega vel út í vetur og unnið lið eins og Val og Stjörnuna. Þeir eru beittir fram á við en þetta er ungt lið þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer af stað. Svo er nýr þjálfari sem verður áhugavert að sjá hvernig hann ræður við mótlætið þegar að því kemur,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Fjölni er ... að Óla Palla hefur gengið vel að virkja Fjölnishjartað og ákvörðun hans að skutla erlendu leikmönnunum burt og treysta enn frekar á heimamenn virðist hafa svínvirkað. Liðið varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn með frábærri spilamennsku í byrjun árs þar sem ungir leikmenn þess sýndu virklega hvers þeir eru megnugir. Þórður Ingason er einn besti markvörður deildarinnar og þrátt fyrir ekkert svakalega háan meðalaldur er reynslan í efstu deild fín.Spurningamerkin eru ... hvort þessir ungu og efnilegu leikmenn eins og Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson ætli loksins að taka skrefið í það að verða góðir og þá helst stöðugir úrvalsdeildarleikmenn. Þetta er orðin spurning fyrir hverja einustu leiktíð og er kominn tími á að þeir blómstri. Halda Bergsveinn og Guðmundur Karl haus eftir að koma aftur heim úr FH þar sem markmiðin eru allt öðruvísi og hvernig gengur að spila þetta þriggja manna varnarkerfi.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Nú er aftur orðið gaman að búa í Grafarvogi og gott að vera til. Þvílík innkoma hjá Óla Palla sem veit alveg um hvað þetta félag snýst. Við viljum helst spila á okkar strákum og nóg er til af hæfileikapiltum. Stemningin í kringum liðið er frábær og ekki marga veika bletti á því að finna; reynsluboltar í bland við unglingalandsliðsmenn og útlendingarnir tveir sem voru eftir eru virkilega öflugir. Ég horfi ekki einu sinni á fallbaráttu, frekar annað drauma tímabil eins og fyrir tveimur árum. Ég sé engan mun á liðinu þá og núna þegar og ef Birnir og Ægir komast í gang. Almarr á eftir að færa þessu liði helling og við erum með geggjaðan markvörð og frábært miðvarðaþríeyki í Begga, Hans Viktori og Torfa Tímóteus. Hver ætlar að skora á þessa gaura?Siggi: Hættir þú bara að horfa á Fjölni og varst orðinn saddur eftir Reykjavíkurmeistaratitilinn? Strákarnir tóku heldur betur dýfu í Lengjubikarnum þar sem þeir töpuðu meðal annars fyrir Ólafsvík og í síðustu tveimur æfingaleikjum hefur liðið tapað fyrir Fram og fengið rassskell á móti Stjörnunni. Og þá meina ég rassskell. Ef Beggi hefði komið strax heim eftir fyrstu leiktíðina í FH væri ég töluvert spenntari. Hann fékk mikla gagnrýni í fyrra og ég er ekkert viss um hvar hausinn á honum er. Hann ber rosalega ábyrgð með þessa tvo ungu menn með sér. Svo hefur Þórir verið svolítið meiddur. Ef hann er ekki inn á veit ég ekki hver ætlar að skora. Svo get ég ekki beðið lengur eftir því að Birnir og Ægir eigi að verða þessir stöðugu leikmenn sem talað er um. Það hefur enginn þolinmæði í að bíða eftir því. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Fjölni áttunda sæti deildarinnar sem er betri árangur en í fyrra þegar að liðið hafnaði í tíunda sæti og var þremur stigum frá falli. Mikill uppgangur var hjá Fjölni og náði liðið sínum besta árangri árið 2016 en svo missti það marga leikmenn og allt fór í hundana. Breytingar hafa orðið á liðinu og nýr þjálfari er kominn í brúnna. Nýtt upphaf er í Grafarvoginum en það mun taka sinn tíma að koma liðinu aftur í efri hlutann. Lið sem hafa rétt sloppið við fall í Pepsi-deildinni og hafnað í tíunda sæti hafa vanalega ekki átt góðu gengi að fagna árið eftir. Ólsarar féllu á síðustu leiktíð eftir að verma tíunda sætið og vanalega eru lið svona frá 9.-12. sæti. Þau falla þó reyndar ekki alltaf. Síðasta lið sem algjörlega sneri við sínu gengi eftir að enda í tíund asæti var ÍBV sem fór út botnbaráttu í toppbaráttu á milli sumra. Þjálfari Fjölnis er Ólafur Páll Snorrason sem þekkir vel til í Grafarvoginum eftir að spila þar nokkrum sinnum. Síðast var Ólafur spilandi aðstoðarþjálfari þegar að liðinu gekk hvað best en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er ungur og óreyndur á hliðarlínunni og mun þurfa að takast á við allskonar mótbyr á leiktíðinni og verður fróðlegt að sjá hvernig hann mætir til leiks.Svona munum við eftir FjölniFjölnir var eitt af þessum liðum á síðustu leiktíð þar sem það var nánast ekkert að frétta. Liðið tapaði illa í útlendingalottóinu og var búið að sjá á eftir lykilmönnum fara nokkur ár í röð. Liðið var komið að þolmörkum á síðustu leiktíð og það sást svo um munaði. Rjóminn á þessari slæmu köku var eiginlega þegar að Fjölnisliðið ætlaði að setja ný viðmið í að verjast aukaspyrnum en fékk samt á sig mark í markmannshornið á móti KA. Mjög fyndið fyrir alla aðra en Fjölnismenn. Liðið og leikmenngrafvík/gvendurFjölnisliðið lítur hreint ágætlega út og hefur fækkað erlendum leikmönnum til muna. Þarna er blanda af kannski ekki beint reynsluboltum en strákum með reynslu úr Pepsi-deildinni á fínum aldri og haug af spennandi leikmönnum sem eiga þó enn eftir að taka skrefið í það að verða mjög góðir.Þrír sem Fjölnir treystir á:Bergsveinn Ólafsson: Ef Fjölnismenn voru ekki spenntir fyrir sumrinu áður þá kom spennan þegar að fyrirliðinn sem fór í Hafnarfjörðinn til að verða Íslandsmeistari sneri aftur. Það góða fyrir stuðningsmenn þeirra gulu er að Bergsveinn kemur ekki heim sem neinn kóngur heldur hefur hann ýmislegt að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum eftir dapurt síðasta tímabil með FH. Góður miðvörður á sínum degi og mikill leiðtogi.Almarr Ormarsson: Ein bestu kaup vetrarins áttu sér stað þegar að Fjölnir fékk Almarr Ormarsson sem er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Mikill leiðtogi á velli sem gefur sig alltaf 100 prósent í alla leiki, er flottur fótboltamaður sem dúkkar upp með mörk og berst allan tímann. Flottur leikmaður til að hafa í kringum vel spilandi unga Fjölnismenn.Þórir Guðjónsson: Rauða þruman í framlínunni er kannski engin markavél en hann hefur skorað sjö til átta mörk á hverri leiktíð undanfarin þrjú ár fyrir utan að taka mikið til sín og búa til svæði fyrir aðra framherja liðsins. Ef Fjölnismenn ætla sér eitthvað fyrir alvöru verður hann að halda í sína markaskorun og jafnvel bæta í. Markaðurinn grafvík/gvendurFjölnir er líklega það lið í neðri hlutanum sem stóð sig hvað á markaðnum enda borgar sig alltaf að ala upp góða leikmenn sem geta seinna meir snúið heim og gerðist hjá Grafarvogsliðinu í vetur. Ungur strákur frá Aftureldingu hefur svo fengið mikið traust og byrjar líklega í vinstri bakverði. Stóru kaupin sem munu líklega skila Fjölni hvað mestu voru á Almarri sem er aðeins öðruvísi karakter en Fjölnismenn eiga að þekkja. Hann ætti að geta skapað flotta dínamík í Fjölnisliðinu sem þjálfarinn hlýtur að vera ánægður með. Þrátt fyrir að nöfnin séu mörg sem eru á farnir-listanum skipta þau sama og engu máli. Þessi útlendingahersveit var litlu sem engu að skila á síðustu leiktíð og tók svolítið hjartað úr liðinu. Þeir kannski sakna mest Marcusar Solbergs sem var mikill vinnuhestur.Markaðseinkunn: BHvað segir sérfræðingurinn?„Fjölnir er með gríðarlega spennandi lið og það verður fróðlegt að sjá það í sumar,“ segir Indriði Sigurðsson, einn af sérfræðingum Pepsi-markanna um Fjölnismenn og bendir á að þeir hafa verið að prófa þriggja manna varnarlínu í vetur. „Þeir eru með marga spennandi unga leikmenn og fengu heim Gumma Kalla og Begga sem er mikill styrkur. Ég veit að þjálfarateymið er að vinna með það að spila á styrkleikum liðsins. Þetta eru ungir og flinkir strákar sem eru vanir því að spila fótbolta sem er annað en Fjölnir hefur verið að gera síðustu þar. Það hefur verið vanara því að liggja til baka og sækja hratt.“ „Ég veit að það verður lög áhersla á það að halda bolta og vinna boltann framarlega. Þeir hafa litið gríðarlega vel út í vetur og unnið lið eins og Val og Stjörnuna. Þeir eru beittir fram á við en þetta er ungt lið þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer af stað. Svo er nýr þjálfari sem verður áhugavert að sjá hvernig hann ræður við mótlætið þegar að því kemur,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Fjölni er ... að Óla Palla hefur gengið vel að virkja Fjölnishjartað og ákvörðun hans að skutla erlendu leikmönnunum burt og treysta enn frekar á heimamenn virðist hafa svínvirkað. Liðið varð Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn með frábærri spilamennsku í byrjun árs þar sem ungir leikmenn þess sýndu virklega hvers þeir eru megnugir. Þórður Ingason er einn besti markvörður deildarinnar og þrátt fyrir ekkert svakalega háan meðalaldur er reynslan í efstu deild fín.Spurningamerkin eru ... hvort þessir ungu og efnilegu leikmenn eins og Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson ætli loksins að taka skrefið í það að verða góðir og þá helst stöðugir úrvalsdeildarleikmenn. Þetta er orðin spurning fyrir hverja einustu leiktíð og er kominn tími á að þeir blómstri. Halda Bergsveinn og Guðmundur Karl haus eftir að koma aftur heim úr FH þar sem markmiðin eru allt öðruvísi og hvernig gengur að spila þetta þriggja manna varnarkerfi.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Nú er aftur orðið gaman að búa í Grafarvogi og gott að vera til. Þvílík innkoma hjá Óla Palla sem veit alveg um hvað þetta félag snýst. Við viljum helst spila á okkar strákum og nóg er til af hæfileikapiltum. Stemningin í kringum liðið er frábær og ekki marga veika bletti á því að finna; reynsluboltar í bland við unglingalandsliðsmenn og útlendingarnir tveir sem voru eftir eru virkilega öflugir. Ég horfi ekki einu sinni á fallbaráttu, frekar annað drauma tímabil eins og fyrir tveimur árum. Ég sé engan mun á liðinu þá og núna þegar og ef Birnir og Ægir komast í gang. Almarr á eftir að færa þessu liði helling og við erum með geggjaðan markvörð og frábært miðvarðaþríeyki í Begga, Hans Viktori og Torfa Tímóteus. Hver ætlar að skora á þessa gaura?Siggi: Hættir þú bara að horfa á Fjölni og varst orðinn saddur eftir Reykjavíkurmeistaratitilinn? Strákarnir tóku heldur betur dýfu í Lengjubikarnum þar sem þeir töpuðu meðal annars fyrir Ólafsvík og í síðustu tveimur æfingaleikjum hefur liðið tapað fyrir Fram og fengið rassskell á móti Stjörnunni. Og þá meina ég rassskell. Ef Beggi hefði komið strax heim eftir fyrstu leiktíðina í FH væri ég töluvert spenntari. Hann fékk mikla gagnrýni í fyrra og ég er ekkert viss um hvar hausinn á honum er. Hann ber rosalega ábyrgð með þessa tvo ungu menn með sér. Svo hefur Þórir verið svolítið meiddur. Ef hann er ekki inn á veit ég ekki hver ætlar að skora. Svo get ég ekki beðið lengur eftir því að Birnir og Ægir eigi að verða þessir stöðugu leikmenn sem talað er um. Það hefur enginn þolinmæði í að bíða eftir því.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00