Árið 1980 var Hæstiréttur og íslenska þjóðin nær öll sannfærð um að sex ungmenni væru sek um morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni. Smám saman fór almannaálit gagnvart sakborningunum að breytast og í seinni tíð er almennt talið að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Vísir hefur áður fjallað um hvernig málin blöstu við almenningi árið 1980 þegar ungmennin sex voru sakfelld í Hæstarétti. Hér verður farið yfir það sem hefur komið fram síðan. Hæstiréttur tók nokkrum sinnum fyrir beiðnir um að málin væru endurflutt fyrir Hæstarétti. Öllum slíkum beiðnum var hafnað þangað til í febrúar árið 2017.Úr sveit í borg Þegar litið er á þessi mál er mikilvægt að hafa í huga að þau áttu sér stað fyrir um 40 árum síðan og síðan þá hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Í skýrslu starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálin til innanríkisráðherra frá árinu 2013 er meðal annars farið yfir hvaða breytingar urðu á íslensku samfélagi á árunum 1960-1980, en tímabilið einkenndist af miklum fólksflutningum úr sveit í borg. Á árunum 1950-1980 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu úr 65 þúsundum í tæp 122 þúsund. Lögreglan á höfuðborgarsvææðinu þróaðist ekki fyllilega í takt við þróunina. Árið 1962 voru 167 starfandi lögreglumenn í Reykjavík, þar af 23 rannsóknarlögreglumenn hjá embætti yfirsakadómara og lítil breyting varð á lögregluliðinu á næstu tíu árum. Hippatímabilinu fylgdi svo aukin fíkniefnaneysla sem yfirvöld voru illa undirbúin að takast á við. Á áttunda áratugnum fjölgaði ofbeldisbrotum, meðal annars manndrápum af ásettu ráði sem höfðu verið afar fátíð hér á landi og þá urðu fjársvikamál sérstaklega algeng.Sakborningarnir í málunum sátu ýmist í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu, Síðumúlafangelsi eða á Litla-Hrauni.Vísir/VilhelmLitu á sakborningana sem seka Sönnunargögnin sem lágu til staðar við sakfellingu voru framburðir og játningar ungmennanna sjálfra. Allir sex sakborningarnir neituðu aðild að málunum við fyrstu yfirheyrslur. Þeir fóru að játa þegar leið á yfirheyrslur. Samkvæmt Gísla H. Guðjónssyni og Jóni Friðriki Sigurðssyni, sem lögðu mat á áreiðanleika játninga sakborninganna, gerist slíkt af tveimur ástæðum. Annars vegar ef lögregla færir fram áþreifanleg sönnunargögn um aðild sakbornings að máli og hins vegar þegar um er að ræða þvinganir við yfirheyrslur og hótanir um gæsluvarðhald. Samkvæmt dagbókum Síðumúlafangelsis, voru sakborningarnir yfirheyrðir mjög oft. Oft var rætt við þá óformlega og stundum í klefa þeirra, stundum mjög lengi í einu og jafnvel að næturlagi, án þess að teknar væru af þeim formlegar skýrslur. Samkvæmt Guðjóni og Jóni auka slík vinnubrögð af hálfu rannsakenda mjög hættu á að sakborningar játi aðild að málum sem þeir hafa hvergi komið nærri og hafa enga þekkingu á.Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræðingur hefur rannsakað áreiðanleika játninganna.Vísir/GVAVið rannsókn málanna var þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz fenginn til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins segir að það sé greinilegt að Schütz hafi litið á sakborninganna sem seka og sitt hlutverk að samræma framburð þeirra. Eftir margar og langar yfirheyrslur og samprófanir var stöðugt ósamræmi á milli framburða sakborninganna. Þá segir að það sé mjög áberandi við framburði sakborninganna hversu mikið ósamræmi var á milli þeirra og hversu oft og mikið þau breyttu framburði sínum. Rannsakendur hafi túlkað þetta misræmi sem mótþróa og vísvitandi tilraunir sakborninga til að flækja málin. „Það er eins og rannsakendurnir hafi ekki litið á aðra möguleika en sekt sakborninganna. Mun líklegra er að ósamræmið hafi stafað af þekkingarleysi sakborninganna á málunum og að þeir hafi hvergi komið þar nálægt. Í þessum tveimur málum tókst aldrei að staðfesta brotavettvang, þ.e. sönnunargögn um að Guðmundur og Geirfinnur hefðu verið myrtir, og að ef þeir hefðu verið myrtir að sakborningarnir hefðu komið nálægt því. Þetta er mikilvægt þegar málin eru skoðuð því enginn af sakborningunum sex reyndist geta gefið áreiðanlegar upplýsingar um þessa tvo menn sem taldir voru myrtir og enginn þeirra gátu gefið upplýsingar um hvar hin meintu lík væru niðurkomin. Líkin hafa aldrei fundist,“ segir í mati Gísla og Jóns Friðriks.Síðumúlafangelsi stóð við Síðumúla 28. Húsið var rifið árið 1996.Ljósmyndasafn ReykjavíkurHin langa einangrun„Vitað er að löng einangrunarvist getur haft alvarleg áhrif á hugsun fólks og líðan. Þekkt einkenni eru óróleiki, ruglástand, einbeitingarerfiðleikar, óskýr hugsun, brenglað raunveruleikaskyn og svefntruflanir. Rannsóknir sýna einnig að langar yfirheyrslur leiða oft til þess að fólk gefur falskar játningar.“ Það sem talið er hvað óvenjulegast við málin, jafnvel þegar tekið er til greina að þau voru rannsökuð fyrir rúmum 40 árum, er hin langa einangrunarvist sakborninganna í gæsluvarðhaldi og það vald sem rannsóknardómari hafði til að úrskurða þau aftur og aftur í gæsluvarðhald, sem oftast fylgdi einangrunarvist. Albert Klahn Skaftason sat í gæsluvarðhaldi í 118 daga, Erla Bolladóttir í 239 daga, Guðjón Skarphéðinsson í 1202 daga, Tryggvi Rúnar Leifsson í 1532 daga, Kristján Viðar sat í gæsluvarðhaldi í samtals 1522 daga og Sævar Ciesielski í 1533 daga. Sakborningunum var lengst af haldið í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi sem stóð við Síðumúla 28. Byggingin var upprunalega bílageymsla og bílaþvottastöð fyrir lögregluna í Reykjavík en var samþykkt sem fangageymsla árið 1960 og bráðabirgða gæsluvarðhaldsfangelsi árið 1971. Síðumúlafangelsi var lokað í maí árið 1996 og var húsið rifið stuttu síðar. Í Síðumúlafangelsi voru fangaklefarnir 5,5 fermetrar að flatarmáli og föngum í einangrunarvist var einungis leyft að fara út undir bert loft í einn klukkutíma á dag. Sakborningarnir í málunum voru vistaðir við þessar aðstæður í margar vikur og mánuði og Sævar, Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Guðjón voru allir í einangrun í Síðumúla í meira en eitt ár. Einhverjir sakborninganna héldu dagbækur á meðan á einangrunarvistinni stóð og skrifuðu mikið og ítarlega um hvaða áhrif vistin hefði á þá andlega og líkamlega.Harðræði, meint kynferðisbrot og lyfjagjöf Sævar Ciesielski hélt því alltaf fram að hann hefði verið beittur harðræði í Síðumúlafangelsi á meðan rannsókn málanna stóð. Samkvæmt fangelsisdagbókum var Sævar í fleira en eitt skipti settur í handa- og fótajárn, hann var í nokkur skipti sviptur eldspýtum og tóbaki, hann sviptur aðgangi að dægrastyttingu og fyrirmæli hafi verið gefin um að samskiptum við hann skyldi haldið í lágmarki. Auk þess hafi Sævar verið sviptur svefni með því að ljós var látið loga að næturlagi í klefa hans. Þá hafi fangavörður kaffært Sævar í vatni, vitandi af vatnshræðslu hans. Ástæðurnar sem voru gefnar fyrir þessum fyrirmælum voru flóttatilraun, tilraun til að smygla bréfum úr fangelsinuog að Sævar hafi logið „annan úr og annan í við yfirheyrsluaðilana, þar á meðal vararíkissaksóknara“ og var þar vitnað í færslu í fangelsisdagbók. Ásakanirnar voru rannsakaðar haustið 1979 en engin ákæra var gefin út. Það þótti þó sannað að Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður Síðumúlafangelsis, hefði slegið Sævar á einum tímapunkti. Erla Bolladóttir hefur einnig talað um framkomu í Síðumúlafangelsi og í bók sinni, Erla, góða Erla, sagði hún frá því að henni hafi verið nauðgað af fangaverði í Síðumúlafangelsi. Erla ræddi við starfshóp innanríkisráðuneytisins um málin og ræddi þar atvikið. Hún sagði að hún hefði fyrst sagt Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni frá atvikinu í tengslum við fyrri endurupptökubeiðni Sævars, en seinna hafi hún farið í viðtal hjá Stígamótum. Erla sagðist hafa vaknað við það oftar en einu sinni að sami fangavörður hefði verið með hendurnar undir nátttreyju hennar og verið að káfa á henni. Hún hefði kvartað undan þessu við Örn Höskuldsson, fulltrúa yfirsakadómara, sem hefði sagst muna taka á þessu og eftir það hefði þetta hætt. Erla greindi einnig frá því við starfshópinn að fangavörður hafi verið vingjarnlegur við sig og einu sinni hafi hann farið yfir strikið og kysst hana á munninn. Einhverjir sakborninganna fengu róandi lyf og svefnlyf þegar þeir sátu í einangrun til að hjálpa þeim með svefn. Í bréfi landlæknis frá árinu 1997 sem fylgdi með fyrri endurupptökubeiðni Sævars segir að á árunum 1970 til 1980 hafi það tíðkast að ávísa svefn- og róandi lyfjum í tiltölulega stórum skömmtum.Í mati Gísla og Jóns Friðriks segir:„Læknar þekktu ekki fylgikvilla lyfjanna er síðar kom fram og varla hægt að álasa G.Þ. [Guðsteini Þengilssyni, lækni Síðumúlafangelsis]. Í ljósi síðari þekkingar eru 30 mg af Diazepam ásamt 3 töflum af Librax, Mogadon o.fl. að öllu jöfnu of stór skammtur. Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málunum, telur að með þeirri vinnu sem lögð hafi verið í málin undanfarin ár sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnunum í málinu, játningum og framburðum vitna og sakborninga, að ekki sé lengur hægt að segja að sekt sakborninganna hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa. Ari Edwald þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tekur við kröfu Sævars Ciesielski um endurupptöku máls síns árið 1994Ljósmyndasafn Reykjavíkur/GVAFimm mál af sex tekin fyrir á ný Endurupptökubeiðni Sævars Ciesielski var tvisvar hafnað á meðan hann lifið, árið 1997 og 1999. Hæstiréttur taldi engin ný gögn hafa komið fram sem réttlættu að málið yrði endurflutt. Árið 1999 var samþykkt breyting á lögum um meðferð opinberra mála um endurupptöku dæmdra mála. Var því bætt við að hægt væri að fara fram á endurupptöku máls í því skyni að endurmeta sönnunargögn, þegar verulegar líkur væru að sönnunargögn hafi verið rangt metin sem hefði haft áhrif á niðurstöðu máls þegar dómur féll. Þriðja endurupptökubeiðnin kom frá Erlu Bolladóttur. Erla var aldrei sakfelld fyrir að hafa banað Guðmundi og Geirfinni, heldur fyrir rangar sakargiftir og tálmun rannsóknar í Geirfinnsmálinu. Árið 2014 fór Erla fram á endurupptöku máls síns í annað sinn. Sama ár lagði Guðjón Skarphéðinsson fram kröfu um að mál hans yrði endurupptekið. Í mars árið 2015 fóru börn Sævars Marinó Ciesielski fram á endurupptöku mál föður síns í þriðja skiptið. Sama ár fór Albert Klahn Skaftason einnig fram á að mál hans yrði endurflutt. Þá fóru tveir erfingjar Tryggva Rúnars Leifssonar einnig fram á að mál hans yrði endurflutt og settur ríkissaksóknari óskaði eftir því, til hagsbóta fyrir Kristján Viðar Júlíusson, að mál hans yrði endurupptekið. Þann 24. febrúar 2017 tilkynnti endurupptökunefnd að mál fimm sakborninga af sex skyldu tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál allra nema Erlu Bolladóttur.Krafist sýknu Þann 21. febrúar síðastliðinn, tæpum 38 árum eftir að dómur féll í Hæstarétti var greint frá því að Davíð Þór Björgvinsson gerði þá kröfu að Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar yrðu sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Þá gerði settur ríkissaksóknari þá kröfu að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974, en flutninga rá líkinu áttu að hafa farið fram í bíl Alberts sem hann ók. Þá gerir ákæruvaldið þá kröfu að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Geirfinn Einarsson, í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum svo hann hlaut bana af aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember árið 1974. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent
Árið 1980 var Hæstiréttur og íslenska þjóðin nær öll sannfærð um að sex ungmenni væru sek um morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni. Smám saman fór almannaálit gagnvart sakborningunum að breytast og í seinni tíð er almennt talið að íslenskt réttarkerfi hafi brugðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Vísir hefur áður fjallað um hvernig málin blöstu við almenningi árið 1980 þegar ungmennin sex voru sakfelld í Hæstarétti. Hér verður farið yfir það sem hefur komið fram síðan. Hæstiréttur tók nokkrum sinnum fyrir beiðnir um að málin væru endurflutt fyrir Hæstarétti. Öllum slíkum beiðnum var hafnað þangað til í febrúar árið 2017.Úr sveit í borg Þegar litið er á þessi mál er mikilvægt að hafa í huga að þau áttu sér stað fyrir um 40 árum síðan og síðan þá hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Í skýrslu starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálin til innanríkisráðherra frá árinu 2013 er meðal annars farið yfir hvaða breytingar urðu á íslensku samfélagi á árunum 1960-1980, en tímabilið einkenndist af miklum fólksflutningum úr sveit í borg. Á árunum 1950-1980 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu úr 65 þúsundum í tæp 122 þúsund. Lögreglan á höfuðborgarsvææðinu þróaðist ekki fyllilega í takt við þróunina. Árið 1962 voru 167 starfandi lögreglumenn í Reykjavík, þar af 23 rannsóknarlögreglumenn hjá embætti yfirsakadómara og lítil breyting varð á lögregluliðinu á næstu tíu árum. Hippatímabilinu fylgdi svo aukin fíkniefnaneysla sem yfirvöld voru illa undirbúin að takast á við. Á áttunda áratugnum fjölgaði ofbeldisbrotum, meðal annars manndrápum af ásettu ráði sem höfðu verið afar fátíð hér á landi og þá urðu fjársvikamál sérstaklega algeng.Sakborningarnir í málunum sátu ýmist í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu, Síðumúlafangelsi eða á Litla-Hrauni.Vísir/VilhelmLitu á sakborningana sem seka Sönnunargögnin sem lágu til staðar við sakfellingu voru framburðir og játningar ungmennanna sjálfra. Allir sex sakborningarnir neituðu aðild að málunum við fyrstu yfirheyrslur. Þeir fóru að játa þegar leið á yfirheyrslur. Samkvæmt Gísla H. Guðjónssyni og Jóni Friðriki Sigurðssyni, sem lögðu mat á áreiðanleika játninga sakborninganna, gerist slíkt af tveimur ástæðum. Annars vegar ef lögregla færir fram áþreifanleg sönnunargögn um aðild sakbornings að máli og hins vegar þegar um er að ræða þvinganir við yfirheyrslur og hótanir um gæsluvarðhald. Samkvæmt dagbókum Síðumúlafangelsis, voru sakborningarnir yfirheyrðir mjög oft. Oft var rætt við þá óformlega og stundum í klefa þeirra, stundum mjög lengi í einu og jafnvel að næturlagi, án þess að teknar væru af þeim formlegar skýrslur. Samkvæmt Guðjóni og Jóni auka slík vinnubrögð af hálfu rannsakenda mjög hættu á að sakborningar játi aðild að málum sem þeir hafa hvergi komið nærri og hafa enga þekkingu á.Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræðingur hefur rannsakað áreiðanleika játninganna.Vísir/GVAVið rannsókn málanna var þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz fenginn til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins segir að það sé greinilegt að Schütz hafi litið á sakborninganna sem seka og sitt hlutverk að samræma framburð þeirra. Eftir margar og langar yfirheyrslur og samprófanir var stöðugt ósamræmi á milli framburða sakborninganna. Þá segir að það sé mjög áberandi við framburði sakborninganna hversu mikið ósamræmi var á milli þeirra og hversu oft og mikið þau breyttu framburði sínum. Rannsakendur hafi túlkað þetta misræmi sem mótþróa og vísvitandi tilraunir sakborninga til að flækja málin. „Það er eins og rannsakendurnir hafi ekki litið á aðra möguleika en sekt sakborninganna. Mun líklegra er að ósamræmið hafi stafað af þekkingarleysi sakborninganna á málunum og að þeir hafi hvergi komið þar nálægt. Í þessum tveimur málum tókst aldrei að staðfesta brotavettvang, þ.e. sönnunargögn um að Guðmundur og Geirfinnur hefðu verið myrtir, og að ef þeir hefðu verið myrtir að sakborningarnir hefðu komið nálægt því. Þetta er mikilvægt þegar málin eru skoðuð því enginn af sakborningunum sex reyndist geta gefið áreiðanlegar upplýsingar um þessa tvo menn sem taldir voru myrtir og enginn þeirra gátu gefið upplýsingar um hvar hin meintu lík væru niðurkomin. Líkin hafa aldrei fundist,“ segir í mati Gísla og Jóns Friðriks.Síðumúlafangelsi stóð við Síðumúla 28. Húsið var rifið árið 1996.Ljósmyndasafn ReykjavíkurHin langa einangrun„Vitað er að löng einangrunarvist getur haft alvarleg áhrif á hugsun fólks og líðan. Þekkt einkenni eru óróleiki, ruglástand, einbeitingarerfiðleikar, óskýr hugsun, brenglað raunveruleikaskyn og svefntruflanir. Rannsóknir sýna einnig að langar yfirheyrslur leiða oft til þess að fólk gefur falskar játningar.“ Það sem talið er hvað óvenjulegast við málin, jafnvel þegar tekið er til greina að þau voru rannsökuð fyrir rúmum 40 árum, er hin langa einangrunarvist sakborninganna í gæsluvarðhaldi og það vald sem rannsóknardómari hafði til að úrskurða þau aftur og aftur í gæsluvarðhald, sem oftast fylgdi einangrunarvist. Albert Klahn Skaftason sat í gæsluvarðhaldi í 118 daga, Erla Bolladóttir í 239 daga, Guðjón Skarphéðinsson í 1202 daga, Tryggvi Rúnar Leifsson í 1532 daga, Kristján Viðar sat í gæsluvarðhaldi í samtals 1522 daga og Sævar Ciesielski í 1533 daga. Sakborningunum var lengst af haldið í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi sem stóð við Síðumúla 28. Byggingin var upprunalega bílageymsla og bílaþvottastöð fyrir lögregluna í Reykjavík en var samþykkt sem fangageymsla árið 1960 og bráðabirgða gæsluvarðhaldsfangelsi árið 1971. Síðumúlafangelsi var lokað í maí árið 1996 og var húsið rifið stuttu síðar. Í Síðumúlafangelsi voru fangaklefarnir 5,5 fermetrar að flatarmáli og föngum í einangrunarvist var einungis leyft að fara út undir bert loft í einn klukkutíma á dag. Sakborningarnir í málunum voru vistaðir við þessar aðstæður í margar vikur og mánuði og Sævar, Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Guðjón voru allir í einangrun í Síðumúla í meira en eitt ár. Einhverjir sakborninganna héldu dagbækur á meðan á einangrunarvistinni stóð og skrifuðu mikið og ítarlega um hvaða áhrif vistin hefði á þá andlega og líkamlega.Harðræði, meint kynferðisbrot og lyfjagjöf Sævar Ciesielski hélt því alltaf fram að hann hefði verið beittur harðræði í Síðumúlafangelsi á meðan rannsókn málanna stóð. Samkvæmt fangelsisdagbókum var Sævar í fleira en eitt skipti settur í handa- og fótajárn, hann var í nokkur skipti sviptur eldspýtum og tóbaki, hann sviptur aðgangi að dægrastyttingu og fyrirmæli hafi verið gefin um að samskiptum við hann skyldi haldið í lágmarki. Auk þess hafi Sævar verið sviptur svefni með því að ljós var látið loga að næturlagi í klefa hans. Þá hafi fangavörður kaffært Sævar í vatni, vitandi af vatnshræðslu hans. Ástæðurnar sem voru gefnar fyrir þessum fyrirmælum voru flóttatilraun, tilraun til að smygla bréfum úr fangelsinuog að Sævar hafi logið „annan úr og annan í við yfirheyrsluaðilana, þar á meðal vararíkissaksóknara“ og var þar vitnað í færslu í fangelsisdagbók. Ásakanirnar voru rannsakaðar haustið 1979 en engin ákæra var gefin út. Það þótti þó sannað að Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður Síðumúlafangelsis, hefði slegið Sævar á einum tímapunkti. Erla Bolladóttir hefur einnig talað um framkomu í Síðumúlafangelsi og í bók sinni, Erla, góða Erla, sagði hún frá því að henni hafi verið nauðgað af fangaverði í Síðumúlafangelsi. Erla ræddi við starfshóp innanríkisráðuneytisins um málin og ræddi þar atvikið. Hún sagði að hún hefði fyrst sagt Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni frá atvikinu í tengslum við fyrri endurupptökubeiðni Sævars, en seinna hafi hún farið í viðtal hjá Stígamótum. Erla sagðist hafa vaknað við það oftar en einu sinni að sami fangavörður hefði verið með hendurnar undir nátttreyju hennar og verið að káfa á henni. Hún hefði kvartað undan þessu við Örn Höskuldsson, fulltrúa yfirsakadómara, sem hefði sagst muna taka á þessu og eftir það hefði þetta hætt. Erla greindi einnig frá því við starfshópinn að fangavörður hafi verið vingjarnlegur við sig og einu sinni hafi hann farið yfir strikið og kysst hana á munninn. Einhverjir sakborninganna fengu róandi lyf og svefnlyf þegar þeir sátu í einangrun til að hjálpa þeim með svefn. Í bréfi landlæknis frá árinu 1997 sem fylgdi með fyrri endurupptökubeiðni Sævars segir að á árunum 1970 til 1980 hafi það tíðkast að ávísa svefn- og róandi lyfjum í tiltölulega stórum skömmtum.Í mati Gísla og Jóns Friðriks segir:„Læknar þekktu ekki fylgikvilla lyfjanna er síðar kom fram og varla hægt að álasa G.Þ. [Guðsteini Þengilssyni, lækni Síðumúlafangelsis]. Í ljósi síðari þekkingar eru 30 mg af Diazepam ásamt 3 töflum af Librax, Mogadon o.fl. að öllu jöfnu of stór skammtur. Þetta lyfjamagn veldur gjarnan óæskilegu hugarástandi sem einkennist af litlum viðnámsþrótti, uppgjöf, sljóleika, kæruleysi og jafnvel skertu minni. Helmingatími þessara lyfja er langur og magnið skilast ekki út á einum sólarhring. Þar af leiðandi hafa þessi lyf hlaðist upp en áhrif framangreindra lyfja aukast við viðhaldsskammta sem gefnir eru í langan tíma eins og fram kemur í gögnum.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málunum, telur að með þeirri vinnu sem lögð hafi verið í málin undanfarin ár sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnunum í málinu, játningum og framburðum vitna og sakborninga, að ekki sé lengur hægt að segja að sekt sakborninganna hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa. Ari Edwald þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, tekur við kröfu Sævars Ciesielski um endurupptöku máls síns árið 1994Ljósmyndasafn Reykjavíkur/GVAFimm mál af sex tekin fyrir á ný Endurupptökubeiðni Sævars Ciesielski var tvisvar hafnað á meðan hann lifið, árið 1997 og 1999. Hæstiréttur taldi engin ný gögn hafa komið fram sem réttlættu að málið yrði endurflutt. Árið 1999 var samþykkt breyting á lögum um meðferð opinberra mála um endurupptöku dæmdra mála. Var því bætt við að hægt væri að fara fram á endurupptöku máls í því skyni að endurmeta sönnunargögn, þegar verulegar líkur væru að sönnunargögn hafi verið rangt metin sem hefði haft áhrif á niðurstöðu máls þegar dómur féll. Þriðja endurupptökubeiðnin kom frá Erlu Bolladóttur. Erla var aldrei sakfelld fyrir að hafa banað Guðmundi og Geirfinni, heldur fyrir rangar sakargiftir og tálmun rannsóknar í Geirfinnsmálinu. Árið 2014 fór Erla fram á endurupptöku máls síns í annað sinn. Sama ár lagði Guðjón Skarphéðinsson fram kröfu um að mál hans yrði endurupptekið. Í mars árið 2015 fóru börn Sævars Marinó Ciesielski fram á endurupptöku mál föður síns í þriðja skiptið. Sama ár fór Albert Klahn Skaftason einnig fram á að mál hans yrði endurflutt. Þá fóru tveir erfingjar Tryggva Rúnars Leifssonar einnig fram á að mál hans yrði endurflutt og settur ríkissaksóknari óskaði eftir því, til hagsbóta fyrir Kristján Viðar Júlíusson, að mál hans yrði endurupptekið. Þann 24. febrúar 2017 tilkynnti endurupptökunefnd að mál fimm sakborninga af sex skyldu tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál allra nema Erlu Bolladóttur.Krafist sýknu Þann 21. febrúar síðastliðinn, tæpum 38 árum eftir að dómur féll í Hæstarétti var greint frá því að Davíð Þór Björgvinsson gerði þá kröfu að Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar yrðu sýknaðir af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Þá gerði settur ríkissaksóknari þá kröfu að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974, en flutninga rá líkinu áttu að hafa farið fram í bíl Alberts sem hann ók. Þá gerir ákæruvaldið þá kröfu að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Geirfinn Einarsson, í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum svo hann hlaut bana af aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember árið 1974.
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00